Hér er nú gott og gaman að líta við endrum og sinnum. Ég sit hér úti í Sunnulæk og lít yfir sviðið, er búin að kíkja í dagbókina og sjá hvað ég var að hugsa á föstudaginn, en það var nú ýmsilegt. Mér getur enst verkefnin langt fram eftir degi, en þó er margt komið í stand af því sem gera á í næstu viku. Það er góð tilfinning. Rétt eins og ég spáði fyrir um í síðustu viku þá gekk síðasta vika firna vel, og mér finnst ég vera komin með góð tök á þessu öllu saman. Krakkarnir eru orðnir vanir fyrirkomulaginu og búnir að læra á hvernig þetta getur allt gengið fyrir sig á eðlilegum degi. Sem sagt ánægður kennari við störf á sunnudegi.
Síðasta vinnuvika var 57 tímar – það er ekki nema von að ég hafi getað skipulagt mig, en nú skrái ég hjá mér hvað ég geri og hve lengi ég vinn hvern dag. Þarna eru ekki nema 10 tímar sem ég fæ ekki borgað fyrir – en ég fæ sálarró í staðinn. Ég er líklega kennari fyrst og fremst, annað er bara gert í hjáverkum eða ekki.