Slabb og morgunverk-ir

Hó hó hó – mín bara komin útí skóla. Svaf bara út – þrátt fyrir góð fyrirheit um að vera komin hingað rúmlega sjö – næstum níu verður bara að duga. Ég er með langan lista yfir verkefni, það eru kennaranemar, fyrirlestur á Ljósafossi og hvur veit hvað auk venjulegra verkefna.



Ég er nokkuð einbeitt þessa dagana – við Dísa unnum saman hér á föstudaginn og hófum gott starf með nokkra nemendur og ég hlakka til formfestunnar sem er framundan í skólastarfinu á næstu vikum – og jafvel mánuðum. Ég held við séum komnar með nokkuð gott skipulag sem ætti að nýtast nemendum vel og okkur. Svo er bara að vona að það finnist manneskja til þess að vinna með okkur í teymi tvo daga vikunnar. Það er vissulega aukapóstur hve varðar samstarfið og halda þeirri manneskju upplýstri – því ekki verður hún hér til þess að sinna undirbúningi á mánudögum – og því þarf að vera með fast land undir fótum á fimmtudegi. Svo er spurning hvernig hennar (manneskjunnar sko) viðvera er.



Ég fór út með Bjart í morgun þegar hann vaknaði og lét hann pissa – honum finnst mjög ógeðslegt að feta sig um í slabbi en í gær var hann ánægðari þar sem bara var klakki að stríða honum. Það er ágætt að það sé ekki manndrápsveður upp á hvern dag – hver pissupollurinn og skítahaugurinn sem missir sig er vel þeginn.

2 athugasemdir á “Slabb og morgunverk-ir

  1. Hæ elskan mín. Var að vafra um síðuna þína og reyna hvort andinn blési mér ekki í brjóst eftir skrif þín.
    Kveðja Björk

    Líkar við

  2. Ja það væri það Björk mín – kannski fer að gæta einhverrar andagiftar hjá annarri hvorri okkar eða báðum – kannski með saumaskapnum komi einhver..

    Líkar við

Færðu inn athugasemd