…eða það vona ég. Hann byrjar að minnsta kosti ágætlega. Ég svaf og svaf enda fór ég ótrúlega seint að sofa á minn mælikvarða eða rúmlega 24:00, svo las ég svolítið í Englum og djöflum sem mér finnst afskaplega skemmtileg bók – næ betra sambandi við hana en Belladonnaskjalið – þó ég hafi verið nokkuð ánægð með hana.
Það er nú rúm vika síðan ég fékk flensuna og nú er allt að losna – bæði útum húð og öndunarfæri, en skrambi er þetta þaulsetið. Ég ætla að taka það rólega um helgina – koma smá standi á húsið og vinna úti í skóla í fyrramálið og vona að það dugi til að ég verði hroðalega hress í næstu viku.
Ég er búin að skúra, taka jólaskreytinguna af stakketinu og næstum hengja hundinn. Ég áttaði mig ekki alveg á því hve hann er léttur og þegar ég var eitthvað að hagræða ólinni hans úti þá vissi ég ekki fyrr en hann hékk í lausu lofti og sveiflaðist til og frá – litla skinnið. Enda fór það svo að hann fékk yfir sig nóg af svellinu, bleytunni og ólinni og fór bara inn og hágrét. Já jafnvel hvolpar með ljónshjarta geta fengið nóg!
Við Ragnheiður vorum annars að velta því fyrir okkur hvort hann væri grimmur og vondur hundur. Hann tekur svoleiðis spretti að ég verð bara alveg dauðhrædd. Við ákváðum að reyna að blíðka hann, tala fallega til hans, strjúka honum og knúsa alveg úr hófi næstu daga. Og ég er bara ekki viss um nema hann sé nú þegar farinn að lagast greyið.
Hann er óskaplega skynsamur en líka svoldið fastur á sínu – vill t.d. gelta og láta dólgslega þó honum sé bent á að láta af þeim ósiðum. Vonandi tekst okkur að koma í veg fyrir að hann verði geltinn – það var hægt við Trítlu og verður vonandi líka hægt með hann. Nú sefur hann greyið ó horninu hér við hliðina á mér og ég skil ekkert í því að mér skuli geta fundist nóg um á köflum. Litla sílið…..
Hann verður nú ekki lítill lengi – hann stækkar og stækkar. Okkur finnst hann lýsast og vonandi verður hann Bjartur í sál og sinni. Ég var að skoða mynd af Bangsa hennar Trítlu og þá er hann ótrúlega ljós, hann var miklu gulari þegar hann fæddist en Bjartur og því ætti sá litli að lýsast. Litla þríspora krúttið.
Jæja ég ætla að reyna að skælast út í bíl og ná hjálpa Dísu til að ná í bílinn en hún var hjá Hildi í gær og það er eiginlega ekki göngufært hér úti því það er svo ofboðsleg hálka – svakaleg og kvarðanum 10 er hún 10.