Það er nú ekki lítið sem gengur hér á útaf þessum litla manni sem kom til okkar þann 1. janúar 2005. Hann kann að láta fyrir sér fara og það sem meira skammast sín ekkert fyrir það.
Ég er að æfa mig í því að setja inn myndir á þetta blogg í flensunni, er að verða svoldið þreytt á að lesa bækur, snýta mér og hósta. Þetta hlýtur samt allt saman að fara að koma – enda búin að vera lasin í 6 daga.
En nú þarf ég að taka dót upp úr gólfinu þar sem erfðaprinsinn er að éta einhverja bévaða óhollustu – meira seinna

