Allt svo merkilegt

…að ég kem mer aldrei til að blogga. Langar samt til þess því ég hugsa eitt og annað sem kannski yrði gáfulegra ef ég setti það á blað. Það er ægilega margt sem fer í gegnum hugann á mér þessa dagana. Kennslan, Trítla, síðasta ár, Bjartur, Færeyjar og ég veit ekki hvað og hvað.

Gagnrýni í Mogganum, hörmungar í blaðaútgáfu, fjölmiðlafrumvarp og eignarhald. Sigh. Gardínur, drasl, þvottur og ég veit ekki hvað og hvað.

Hvernig á maður bara að komast út úr þessu öll? Kannski með því að vera duglegri að blogga.

Færðu inn athugasemd