Eldhúsdagur nr. 4

Nú er fimmtudagur – tíhíhí – nei nei það er föstudagur. Palli vill bara að það sé fimmtudagur – finnst eins og það vanti eitthvað af tíma í þetta verkefni. Skil nú ekkert í því.

Mér er hætt að vera jafn gasalega illa við plastið – þetta birkilitaða sem við keyptum kemur svona ljómandi vel út og það er eins og Páll hafi aldrei annað gert en leggja parket. Það er nú svei mér skemmtilegt.

Nú ætla ég að fara að taka svoldið til – finna kaffikönnuna og svona og setja upp eldhús í vaskahúsinu – amk þannig að hægt sé að fá sér kaffi.

Parket klárast um miðjan dag og þá förum við að líta á skápana og kannski einhverja málningarvinnu.

Eldhúsdagur nr. 3

Smellið á fyrirsögnina til að sjá innréttinguna

1. dagur

Milliveggur tekinn niður í eldhúsi á milli borðstofu, og efri skápar og búrskápur sett inn í vaskahús. Skáp þaðan og þurrkskrímslinu hent út. – Glæsilegur afrakstur.

2. dagur

Ákvörðun tekin um að leggja alódýrasta gólfefni á miðrýmið því ótækt er að hafa kubbaparketið holótt og illa farið hjá nýrri innréttingu. Þar með hófst brottflutningur gamla gólfefnisins og dúksins þar undir á haugana.

Einnig var tekin ákvörðun um það að setja ískáps og ofneininguna á millivegg milli herberja, til þess að mynda gott miðrými og svigrúm til þess að halda dansleik í kringum og uppá borðstofuborðinu.

Þungu fargi af mér létt – gangsyndrómið fer algjörlega, og mikið rými myndast í kringum eldavél og ofn. Líst ógeðslega vel á þetta – Palli ekki eins hrifinn og Aðalsteinn alveg á bömmer yfir því að eldhúsið sé komið út á gang og aumingja tengdó skilur bara ekkert í þessu.

Keyptum plastið – held ég hafi keypt of ljóst – held það sjáist mest á því – en það kannski verður til þess að við hendum ógeðinu af fyrr…. Er mjög lítið hrifin af þessu gólfefni

Um miðnættið smíðaði Páll fyrsta hluta veggsins utan um ofninn og ískápinn.

3. dagur

Sofið út – eins og letihaugum sæmir 😉

Klárað að taka af gólfinu og farið á haugana. Borða súpu hjá Dísu í hádeginu. Kemur í ljós hvað meira verður gert. Kannski kemur stærsti hluti innréttingarinnar í dag. Ég held að Páll hljóti að þurfa að finna einhverja til þess að hjálpa sér.

Um miðnættið kláraðist veggurinn, dúkurinn allur farinn af og parketlögn bíður handan hornsins.

Ikea sagði að innréttingin kæmi eftir 3 daga til okkar – sem sagt í dag en þegar ég hringdi var nú tíminn sem kemur að koma þessu á flutningabíl orðnir 4-5 dagar. Ég bað þær nú vel að lifa og vinsamlegast senda þetta í hvelli – karlinn yrði ekki á landinu lengi. Nú er spurning hvað gerist í því. Ef maður þarf að bíða í 5 daga eftir flutningabíl þá er nú betra að fá bílstjóra til að sækja þetta eftir sólarhring en það er tíminn sem það tekur að tína innréttinguna saman hjá þeim Ikea mönnum.

Hrmpf – ætla samt ekki að láta þetta pirra mig – er samt minnug þess að þeir hjá IKEA gleymdu og týndu innréttingunni hans Aðalsteins einhvers staðar og það tók sko viku að fá það sent,

Inga