Komið þið sæl kennarar sem aðrir
nú er illa komið fyrir forsætisráðherra vorum sem stigið hefur á stokk og talað um umtalsverðar launabætur tilhanda kennurum. Í fyrsta lagi gleymir hann að hann á að vera forætisráðherra þjóðarinnar allrar – ekki bara sumra og svo held ég að hann hafi e.t.v. bara betur setið við sinn keip og látið sem sér komi þessi deila ekkert við.
Mig langar til þess að benda ykkur á að hugsa um hvað er í raun og veru í boði.
Fyrir um tveimur árum var ljóst að kjarasamningur sem nú er unnið eftir gekk engan veginn upp og þá gafst strax tóm til þess að íhuga hvað hefði farið úrskeiðis og sveitarfélög rétt eins og kennarar hefðu þá átt að setjast á rökstóla og endurskoða málið – það var ekki gert og það verður heldur ekki gert þegar og ef þessi voðalegi pappír fer í gagnið sem Ásmundur lagði nafn sitt við og nefndur hefur verið miðlunarttillaga.
Ég er því lítt gynkeypt fyrir þessum 130 þús kr. sem okkur eru boðnar við samþykkt. Ég lít á þær sem sárabætur fyrir að ekki var samið í mars þegar menn hefðu átt að gera það. Mér finnast þær ekki nokkur plús í stöðunni og koma aldrei til með að lenda í vasa okkur. Helmingurinn fer í skatt og hinn helmingurinn fer í að vinna upp þá 10 daga sem við skuldum sveitarfélögunum. Mér þykir einhver 70 þús kall ekki merkilegt -því hitt lendir aftur hjá sveitarfélögunum og ríkinu.
Ég álít það mikið glappaskot að hafa tekið út pottinn – þó ég viti að Jóna Björk og fleiri séu mér algjörlega ósammála – mér finnst að kennarar eigi að eiga sér framgangskerfi eins og t.d. hjúkrunarkonur. Komið hefur á daginn að brottfall þeirra og krafan um það er stórkostlega kjaraskerðing – STÓRKOSTLEG, sem engan veginn vinnst upp á samningstímanum. Kjarabætur okkur sem erum 40 – 55 ára á samningstímanum fyrsta árið er um 5% launahækkun, og hin árin þrjú er um hreina tekjuskerðingu að ræða – og það enga smá. 1. ág. megum við allar búast við því að lækka verulega í launum.
Það er í raun algjörlega fáheyrt að það sé tilgreint í fylgigögnum með kjarasamningi að tekið sé fram að greitt sé fyrir yfirvinnu – að þau okkar sem viljum vinna 28 tíma í stað 26 fáum virkilega greitt fyrir það – já svo er nú komið að tilgreina þarf að kaup sé greitt til kennara. Segir e.t.v meira en mörg orð.
Ef enginn kjarasamningur væri í gildi næstu fjögur árin yrði mín eina hækkun á næsta ári þar sem ég verð 40 ára – en ég gef mér að ég haldi 4 launaflokkum út tímann – sú hækkun er um 11 000 krónur en þar sem Ásmundur af örlæti sínu og sveitarstjórnir vorar sem við kusum ætlar að bæta um betur og borga mér 14000 þús krónur í viðbót þannig að í maí 2008 verð ég ekki með 209 þús heldur 223 þús sem er náttúrulega ekkert annað en hneisa og móðgun. Ég hef heyrt að e.t.v. standi einhverjir launaflokkar eftir í pottinum – en það er ekkert sem neinu nemur í þessum útreikningum.
Ég skora á alla kennara og skólastjóra að fella þessa miðlunarttilögu og bjarga þar með kennarastéttinni frá ævarandi smán og þeim örlögum að verða jafnvel enn meiri láglaunastétt en nú þegar er.
Hugsið ykkur bara stöðuna ef þessi fjandi verður samþykktur – það yrði okkur til stórkostlegra skammar og til þess að aldrei yrði tekið mark á okkur framar. Til hvers að greiða með verkfalli ef þetta er það sem er í boði?
Ég segi nei,
baráttukveðjur
Ingveldur