Hó og hí – skyldi þetta vera síðasti dagurinn í verkfalli – í bili?
Sú saga gengur á RUV að miðlunartillaga komi frá Ásmundi í dag sem gangi ívið lengra en tilboð sveitarfélaganna gerði fyrir helgina.
Ég er búin að vera að velta fyrir mér síðasta útspili sveitarfélaganna – og það eina reyndar sem hefur komið fyrir utan launanefndina, að hækka bara launin um 25% og vera ekkert að hringla í öðru og þann frasa að kennarar eigi bara að vinna frá 8-4 og ekkert vesen með það. Ekkert vesen með vinnutímaskilgreiningu. Ég er að verða svolítið þreytt á þessu stagli. Ekki veit ég hvenær kennarar vinni nema þá frá 8 – 4 – það er jú þá sem skólinn er og í kjölfarið þessi 9,14 sem skólastjóri ráðstafar og svo bætist náttúrulega við undirbúningstíminn. Þannig að kennari sem sinnir sínu starfi hreinlega hlýtur að vinna samasvarandi vinnutíma hvort sem undirbúningurinn fer fram um helgar, að kvöldi eða snemm morguns. Fólk þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur af slugsi kennara nú orðið – heldur hinu. Vinnuálaginu og kröfunum.
Þær eiga ekki eftir að minnka með árunum, þær hafa jú aukist ár frá ári og engin ástæða til þess að halda að svo verði ekki áfram. 25% launahækkun breytir engu um það. Vinnutíminn verður alveg eins svínslegur og yfirþyrmandi. Ég er með með tæpar 200 þús í laun sem þýðir að í lok samningstímans hef ég 250 þú sem þýðir að ég fæ útborgað í lok árs 2008 um 150 000 kr. Og ég á alveg eftir að vinna jafn mikið – jafnvel bara meira – því alltaf verða málin flóknari og flóknari. Er það ásættanlegt?
Sem sagt ég held að eina lausnin sé að gjörsamlega stokka þetta upp og hugsa upp á nýtt heila dæmið.
Ein hugmyndin sem ég hef er að þáttur stuðningsfulltrúa verði minnkaður og kennarar ráðnir í staðinn, án nokkurs dóms yfir þeim er við þau vanþakklátu störf starfa. Ég er ekki frá því að í árgang eins og þeim sem ég kenni kæmi sér betur að fá kennara inn á þeim launum sem stuðningsfulltrúarnir tveir fá og með honum ábyrgð og undirbúningstíma – sem svo bætist við vinnu sem sérkennari leggur fram og þannig má e.t.v. ná fram meiri stuðningi en með tveimur stuðningsfulltrúum. Mér finnst þetta amk vera hugmynd sem má skoða – og enn ítreka ég að ég er ekki að leggja dóm á fólkið sem sinnir stuðningi – öðru nær, heldur starfinu sem slíku – sem er hálfgert viðrini innan veggja skólanna. Lítt skilgreint og tvinnast illa saman við starf kennarans því ekki er ætlaður tími í þann pakka.
En aftur að tiltektinni,
Inga
Inga mín, maður verður nú bara deprímeraður að lesa um þetta verkfall hjá þér. Minnist ágætlega úr mínum laaaaanga kennsluferli þessu þrugli um skiptingu á vinnutíma í mínútur og sekúndur. Þvílíkt andskotans rugl verð ég nú bara að segja. Ekki nema að von að kennargreyin séu pirruð, hver nennir að vinna undir svona vitleysu? Spurning hvort að vandamálið sé fyrst og fremst léleg laun (sem þau vissulega eru) eða alltof niðurnjörvað skipulag á vinnutíma, maður gæti jafnve haldið að að e-r þjóðverji hefði stungið upp á þessu :Oþ Vona að þetta leysist sem fyrst, bæði fyrir ykkur og alla aðra :o)
Knús
Stína frænka
Líkar viðLíkar við