Það eru til foreldrar

Ja hérna hér – það eru til foreldrar í þessu landi sem geta látið í sér heyra á skeleggan hátt. Ég hef heyrt nokkrum sinnum í formanni heimilis og skóla og það þykir mér ekki vera sérlega velheppnaður málsvari þess félagsskapar. En í morgun talaði Gestur Einar á rás 2 við einhvern úr þeim samtökum sem tókst að koma málum betur frá sér. Hann er sem sagt búinn að fá nóg af verkfallinu…



Það var mikið að einhver alvöru rödd heyrðist sem tók á öllum þáttunum. Ég er alveg orðin standandi bit að það skuli ekki vera meiri þrýstingur frá foreldrum. Ég held að við Íslendingar séum alveg gaga í svona mótmæla eitthvað – það er svo mörgu skipt í flokka – ef þú ert sjálfstæðismaður þá ertu sammála öllu sem ríkisstjórnin gerir og ert því á móti kennurum – svo ekki sé nú minnst á Framsókn þar sem menn eru bara gerðir útlægir opinberlega. Ég er sko barasta búin að fá nóg af þessari lognmollu.

Færðu inn athugasemd