Það er ótrúlegt hvað kvef getur tekið úr manni baráttuandann. Mér hvorki gengur né rekur með neitt hér á þessu heimili. Allt í drasli, bútasaumurinn í volli, verkfallið orðið að neyðarástandi og allt…….
Það er ekkert gaman í verkfalli – það er áreiðanlegt. Hvorki fyrir kennara, foreldra, börn eða kennara með börn sem eru væntanlega foreldrar líka. Ég öfunda ekki kennara sem eru heima allan daginn með börnunum sínum vansælum af skóla og athafnaleysi – onei. Mínir krakkar eru þó komnir með kærustu og kærasta þannig að þeim leiðist ekki og svo er Fúsi nú betri en enginn fyrir Aðalstein. En mikið er þetta samt að verða rosalegt.
Það er þannig að ég var bara búin að vinna í nokkrar vikur á nýjum vinnustað og átti í fullu fangi með að fóta mig – reyndi hvað ég gat og fannst takast á köflum ágætlega til, en nú er ég búin að vera í margar vikur frá vinnu og verð væntanlega eitthvað enn í burtu frá þessu öllu saman og það fer mér ekkert sérlega vel að vera svona húsmóðir í verkfallinu. Ég er eiginlega búin að fá leið á því. En ég er líka búin að fá leið á þessu stappi gegn starfinu mínu. Ég er algjörlega gallhörð á því að fella samninginn ef hann verður eitthvað í líkingu við það sem hann var síðast – ég ætla að hlusta á allar efasemdarraddirnar og leggja svo kalt mat á allt saman. Ég læt ekki plata mig svona í annað sinn.
Og það þó við verðum farin að kenna einhvern tímann vegna undirritunar hans – þá skal ég samt fella hann……… ef hann er ekki nógu góður.
Og nú ætla ég að fara að bútasaumast,
kveðja IE
jæja… loksins dreif í mig í því að kíkja á bloggið þitt Inga. Til hamingju með síðuna. Það er naumast að þú ert dugleg að skrifa. Eitthvað verða „skrifkraftarnir“ að fara eftir að þú ættir að sinna F1-inu. Sjálfur held ég illa við fingrasettningunni, og má hafa mig allan við að skrifa texta eins og þennan. hehe… En.. verð að sýna ykkur kennurum og nemendum ykkar fulla samúð í verkfallinu. Það hlýtur öllum að fara að hundleiðast. Í það minnsta leiðist mínum börnum. Er með þrjú á skólaaldri, og sem betur fer er mamma þeirra í barneignarfríi, svo ég og atvinnurekandinn minn sleppum vel.. .ennþá!! En.. bestu kveðujur á suðurlandi..
Ómar
Líkar viðLíkar við