Hér er allt við það sama…

Ég held ég sé alveg að klepera hér. Í dag er ég búin að liggja í bælinu í allan dag, alveg sannfærð um að ég sé afskaplega lasin. Ég reyndar sannfærðist um það í morgun þegar klínikdaman mín hringdi í morgun klukkan 9:15. Þá var ég enn sofandi – sem er ekki mjög algengt. Hún spurði mig hvort ég væri ekki til í að koma bara um hálf tíu í stólinn – ég sagðist nú ekki hafa neina brennandi löngun til þess en dreif mig nú samt. Kannski hef ég bara orðið veik af því að byrja daginn svona…. Tannlæknar eru ekki góðir svona með stírunum.



Annars er ég alveg að verða vitlaus hér í þessu verkfalli. Nú er Palli kominn heim og þá ruglast nú allt kerfið svoldið – og ég hef ekki náð mér almennilega á strik í bútasaumnum – en það kemur nú vonandi aftur. Ég er samt á því að ég sé alveg að gefast upp…



Unglingarnir mínir eru sem betur fer komnir með maka upp á arminn og svo bjargar Fúsi Aðalsteini en annars er ekki gott að vera unglingur nýfluttur í bæ og vera í löngu verkfalli. Ég held ég fari að taka hér upp einhverja stærðfræði og íslenskutíma – sem foreldri náttúruelga ekki sem kennari, en nú er þetta orðinn of langur tími.



Púff, við erum þó amk ekki á leið í skuldafangelsi – Palli reddaði því með glans í dag – og þar var ekki reiknað með launum 1. nóv – enda erum við í 10 daga skuld við sveitarfélögin – ja það fer nú reyndar eftir því hvernig dæmið er reiknað en hefðbundna leiðin er samt sú. Gott að við búum ekki í Kópavogi – þá hefðum við fengið gíróseðil í staðinn fyrir launaseðil, upp á þessa 10 daga.



En sem sagt – hér er allt mjög leiðinlegt – á köflum, en þó nokkuð gott líka.



Inga



p.s. Trítla virðist taka því vel að fá bara 1,5×2 töflur á dag – sem er heilli töflu minna en vant er. Við förum í góða göngu daglega og það hjálpar henni mjög mikið – og mér 😀

Færðu inn athugasemd