Grein um grein

Ég fékk 2 sms í morgun vegna greinar minnar í Mogganum – annað var frá Daða – takk fyrir það Daði minn. Hitt var nafnlaust en frá Garðari Guðl á Akranesi. Hann þakkaði fyrir greinina en benti mér á að ég hefði 2,5 mánuð í sumarfrí. Ég settist niður og skrifaði manninum póst um sumarfríið mitt. Hann fer hér á eftir.



Sæll Garðar og takk fyrir sms-ið. Alltaf gaman að fá viðbrögð við skrifum

sínum.

Nú veit ég ekki hvort athugasemd þín um sumarfríið var í háði eða í

alvöru. Ég var fyrst alveg viss um að þetta væri háð – fyrst þér finnst

greinin góð en ef ekki ætla ég að segja þér frá sumarfríinu mínu góða.

Vinnuvika mín er 42,5 /er víst 42,8/ stundir. 2 stundum rúmlega lengri en hjá öðrum til

þess að vega upp á móti lengra sumarfríi. ,,Sumarfrí“ mitt í ár og önnur

undanfarin ár er frá því um 10. júní til 16. ágúst – 45 virkir dagar. Á

þeim tíma ber mér að fara á námskeið – venjan er að fara á eitt 3 -5 daga

námskeið í júní og 2 eftir 10. ágúst. Í sumar skráði ég mig á námskeið

upp á 7 daga en eitt féll niður þannig að þeir urðu ekki nema 5

námskeiðsdagarnir og ég hef upp á það kvittun og skírteini. Þar með eru

dagarnir orðnir 39 (37) sem ég hef frí að frádregnum þeim dögum sem ég

byrjaði fyrr að vinna í ágúst – en látum þá liggja á milli hluta. Á

hverri viku síðasta vetur vann ég af mér 2,86 stundi sem er um 100 klst

eða tvær og hálfa vinnuviku sem gerir dagana sem ég hef í sumarfrí um 27.

Sumarfríið mitt – þetta tveggja mánaða {hann sagði reyndar í smsinu að ég hefði 2,5 mán. en ég hafði nú ekki hugmyndaflug í það í morgunsárið] er því 27 virkir dagar og getur

ekki lengra orðið nema ég sem starfsmaður geti ekki nýtt mér námskeið

sumarsins af einhverjum ástæðum.

En ég veit svo sem ekki hvort þetta sé eitthvað sem þú vildir vita, og

kannski vissir þú þetta allt saman fyrir. Þessar tölur eru birtar með

fyrirvara þar sem ég hafði ekki reiknivél við höndina en svona sýnist mér

staðan vera og upplifunin er vissulega þessi – sumarfrí mitt er næsta líkt

öðrum hópum sem búa við sömu réttindi og ég.

bestu kveðjur og vonandi lýkur verkfallinu sem fyrst,

Ingveldur Eiríksdóttir

2 athugasemdir á “

  1. Sæl Inga,
    Ég ákvað að reikna þetta nákvæmlega út.
    Vinnuvika kennara er 42,86 stundir (samanborið við 40 stundir annarra). Starfstími kennara á skólaári er 38 vikur og 3 dagar (jól og páskar ekki talin inn í). Nemendadagar eru 180, starfsdagar utan skólaárs eru 8 og starfsdagar innan skólaárs eru 5. Það gera 193 daga. Það þýðir að eftir eitt skólaár eigum við inni 2,86 stundir X 38,6 vikur = 110,4 stundir/8 stunda vinnudegi = 13,8 daga – þ.e. VIRKA daga.

    Á síðasta skólaári lauk síðasta starfsdegi þann 9. júní. Þá getum við farið að telja dagana sem við eigum inni, vorum búin að vinna af okkur. Þeim lýkur þann 30. júní (- 2 stundir). ÞÁ getum við farið að telja sumarleyfisdaga. Þeir sem eru yngri en 30 ára eru með 24 daga í sumarleyfi, 30 – 37 ára með 27 daga og 38 ára og eldri með 30 daga. Sá sem er með 24 daga sumarleyfi lýkur því þann 4. ágúst. Ef þú ert með 27 daga sumarleyfi lýkur því 9. ágúst. 30 daga sumarleyfi lýkur því 12. ágúst.

    Þar sem starfstími skóla hófst ekki aftur fyrr en 16. ágúst gætu einhverjir haldið að kennarar væru að fá nokkra aukadaga í sumarleyfi (7, 4 eða 1). En það er ekki allt búið enn. Okkur er nefnilega ætlað að skila 150 stundum á hverju sumri í endurmenntun og undirbúning á sumri. Nú, 150 stundir eru 18,75 vinnudagar (8 stundir á dag). Getur einhver snillingurinn upplýst mig um hvernig þetta á að vera hægt?

    Síðasta sumar skilaði ég 5 dögum í endurmenntun (9. – 13. ágúst). Þar sem ég er orðin 30 ára átti mínu sumarleyfi ekki að ljúka fyrr en 9. ágúst, svo í rauninni fékk ég einum degi MINNA í sumarleyfi en ég átti rétt á samkvæmt mínum kjarasamningi! Þú varst líka á námskeiðum 9. – 13. ágúst, Inga, svo þitt sumarleyfi var 4 dögum minna en þú áttir að fá! Segiði svo að við séum að fá svo langt sumarleyfi! Djísus! Og ég ætla ekki einu sinni að fara út þetta með undirbúning að sumri sem á að vera innan þessara 150 stunda!

    Líkar við

  2. sko – ég segi það satt – það er sama hvert er litið maður er í bullandi mínus með allt. Svo ekki sé nú minnst á að starfsdaga fyrir og eftir skóla er unnið tvöfaldur vinnutími. Ég sá einhvers staðar spurt – líklega á málefni.com hvaða við gætum eiginlega verið að gera eftir skólaslit – nemendur farnir – einkunnir farnar og allt. Þarna er heila málið – það veit enginn neitt um þetta starf okkar. Það er náttúrulega alveg kristaltært.

    Takk fyrir útreikninginn

    Líkar við

Færðu inn athugasemd