Offita og lífið sjálft
Var að lesa það á mbls.is að offita hefði svipuð áhrifa á atvinnumöguleikra feitra kvenna og meistaragráða – nema náttúrulega í hina áttinaen áhrifin voru engin hjá körlum. Ég er ekki hissa á því. Sjálfsmynd feitra kvenna er markvisst brotin niður og til þess að öðlast fullkomna ró og öryggi í umhverfi sínum verður kona eins og ég að vera í sérstaklega „open minded“ hóp. Ef svo ég fer með þessar hugsanir mínar – um allt hið neikvæða sem aðrir hugsa um mig – og sjá ekki hið góða fyrir spiki er strax í upphafi líklegt að atvinnuviðtalið komi ekki til með að ganga vél – né að persópnutöfrar feitu konunnar nái að skína í gegn vegna almennrar vanlíðunar.
Nú eykst enn umræðan um heilsufar og vonandi verður hún til þess að fækka feitum börnum og feitu fólki en snúist ekki í andhverfu sína og gerir þeim þybbnu enn erfiðara með að fara út fyrir hússins dyr því þá sér umheimurinn ekki bara manneskju sem er hömlulaus, ljótt kjötstykki heldur eitthvað sem er raunverulegur baggi á áhorfendunum sem flestir glápa vel og lengi á fitubolluna, því skattpeningar þeirra fara í hennar heilsufars mein frekar en nokkuð annað.
Nóg er nú samt
Fréttin á mbl.is