Laugardagsmorgunn



Það er ekki amalegt um að litast hér af efri hæðinni í Sunnulækjarskóla. Ég er nú búin að vera hér í klukkutíma en lítið hefur enn gerst hjá mér í vinnunni. Maður þarf svona að gíra sig inn á þetta allt saman. Ég þurfti líka að fara til Helga mágs míns að gefa honum start. Það gekk nú ekki nógu vel frekar en startið sem ég reyndi að gefa Halla í fyrradag. Honum gat ég þó lánað bílinn minn í sólarhring en Helga gat ég ekki meira stutt. Mér finnst gott að geta ljáð hjálparhönd – ég er oftar sá sem þyggur en sá sem gefur í þeim efnum.



Eftir mikil þrif og þvott í morgunsárið – ég er svo mikill morgunhani, þá er rétt að hefjast handa við verkefni skólans. Ragnheiður mín fær að flögra ein og óstudd – nema af Júlíönu náttúrulega á menningarnótt til Reykjavíkur – Guð gefi að allt fari vel. púffiti púff



En sem sagt dásmalegt að vera til,



ingos

Færðu inn athugasemd