ÉG hef gefist upp!!!



Það er hér með algjörlega ljóst að Formúla 1 kemur ekki til með að taka neitt af tíma mínum – nema mér hreinlega leiðist. Þetta er nánast að verða mannskemmandi að horfa á þetta og ég blæs á allt tal um að ég sé heppin að vera uppi á þessum tíma. Bæði er þetta niðurdrepandi fyrir þá sem unna kappakstri því hann á sér ekki stað og einnig er þetta óhollt þeim sem halda með þeim rauðu – þeir verða ofdekraðir og eiga afar erfitt þegar stórstirnið kemur niður á jörðina – það er enda alveg eins víst að það hætt að loga þegar töfragengir fer frá þeim. Hvaða áhuga hefur Ferrari á því að ganga jafn illa og öðrum liðum gengur nú að loknu gullaldartímabilinu. Það er miklu gáfulegra að snúa sér að einhverju öðru.



Hrmpf…



ÉG sýndi ótrúlega fyrirhyggju og vissi strax í gær að Ungverjaland byði ekki upp á neitt annað en raun varð á í dag og undirbjó mig vel andlega – horfði á ræsinguna og sá hvert stefndi minnug eins allra leiðinlegasta kappaksturs síðari tíma (og þeir eru allmargir núorðið) í fyrra á Ungverjalandshringnum (með fullri virðingu fyrir Alonso – en minni fyrir Webber) og hætti bara að glápa og fór að taka til og finna dóti í kössum réttan stað – yndisleg tilfinning.



Ég og hann Kimi minn erum bara alveg að verða róleg yfir þessu öllu saman. Eina sem getur pirrað mig í F1 er umfjöllun um f1 á Íslandi en það er önnur saga og jafnvel enn leiðinlegri.



En jæja þá er best að halda áfram með tiltektina í litla húsinu mínu.



Kveðja að sunnan Inga


1 athugasemd á “

Færðu inn athugasemd