Olympíuleikar, Formúla, kassar og önnur óáran
ÉG náði því að horfa á opnunarhátíðina í gær, allt nema byrjunina – náttúrulega. Missi alltaf af henni. En það var vegna þess að ég var að golfast sem verður að ganga fyrir.
Ég var nú bara stolt af Björk – fannst lagið í stysta kanntinum – þannig að það getur ekki hafa verið leiðinlegt – ætli hún verði ekki sá Íslendingur sem nær hæstu hæðum ever á Olympíuleikum. Ég var afskaplega stolt af Grikkjum og heillaðist af sögunni, umhverfinu og lárviðar,,runnanum“ væri nú líklega kallaður tré hér á landi. Nú verð ég sem sagt að fylgjast með þeim sem best ég get – þó ég hafi engan tíma til þess arna.
Svo er það Formúlan – ekki gekk nú þeim McLaren félugum of vel á æfingum dagsins -en Kimi gekk getur í gær. Við skulum því bara vona að það sé ekkert að marka æfingar dagsins en því meira þær sem voru í gær – lógískt ekki satt?
Í dag ætla ég að koma mér fyrir endanlega – svo ég geti henst út í Sunnulækjaskóla á mánudag og látið ekki sjá mig hér heima nema í mýflugumynd fram að jólum. Vona að það takist – þ.e. að koma mér svolítið betur fyrir.
Annars var ég á námskeiði í gær (sem alls stóð í 3 daga) og þar var m.a. rætt um vinnutíma kennara – og kennara sem ynnu alltof mikið í samanburði við þann vinnutíma sem þeim er ætlaður samkvæmt kjarasamningu. Við vorum allar sammála um að vinnutíminn væri rangt saman settur eftir þeim kjarasamningi og nokkur ádeila kom á þá kennara sem væru alltaf í vinnunni – og hlytu að launum aðdáun en kæmu kannski slóðaorði á hina sem þó fyllilega sinntu sínu starfi. Þar var m.a. sagt að fólk gæti ekki og ætti ekki að vinna svona mikið þar sem viðkomandi ættu fjölskyldur og þeim ætti að sinna.
Ég var margsek í þessu máli og komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði margbrotið öll prinsippin og börnin mín tvö væru gjörsamlega uppeldislaus og vanhirt frá blautu barnsbeini.
Hið eina sem ég get vonað er að þau hafi sloppið bærilega og næðu að öðlast gæfuríkt líf – en það er líklega ekki mér að þakka þó. Annars finnst mér ég hafa átt margar og góðar stundir með börnunum, áreiðanlega ekki nógu margar en engu að síður …..
Ég læt mér þetta þó áreiðanlega ekki nokkru varða í næstu viku – fer að vinna sem aldrei fyrr og nýt hverrar stundar. Vinnan mín er mér nefnilega líka nokkuð áhugamál og ég á erfitt með að sinna henni nema vera vel undirbúin og vita hvert ég stefni næstu daga og vikur. Og ég er bara svoldið lengi að finna út úr því.
Ég ætla þó að hemja mig eilítið og fylgja unglingunum mínum í gegnum það ferli að byrja í nýjum skóla á mögulega versta tíma sem um getur á þeirra skólaferli. En það er nú ekki eins og maður hafi fengið nokkru um það ráðið á sínum tíma. O nei