Ekki veit ég hver nennir að tala um þessa flutninga alltaf hreint
Enda er ég náttúrulega steinhætt að flytja – búin að því fyrir löngu síðan. Það sem á sér stað hér á heimilinu mínu (nýja sem ég er að reyna að venjast) er eitthvað allt annað. Palli er að setja listana á herbergið hans Aðalsteins. Nokkuð sem blessuð systkini mín sögðu nánast ómögulegt að tækist – þetta er víst nokkuð – þ.e. ásetning lista, sem greinilega bíður alla jafna lengur en góðu hófu gegnir á heimilum. Það sem ég veit hins vegar að á eftir að bíða hér á þessu heimili eru gífsplötur á tvo veggi hjá Aðalsteini og lagfæring á spaslvinnunni sem gekk satt að segja ekki sem best – en við lærum á þessu öllu saman og Palli hefur staðið sig eins og hetja á meðan ég hef meira verið að reyna að fara ekki á taugum.
En hvað um það
Ég fór í fjölskylduútileguna í gær og er hálf miður mín yfir að hafa ekki getað verið þar lengur og meira. Þetta var svo yndislegur dagur og staður – bæði bústaðurinn Gljúfur og bletturinn hjá Gulla og Nínu. Mér finnst mjög leiðinlegt að hafa ekki getað verið. Sigh….
Ég held það sé – reyndar veit ég, að það er mjög mikilvægt að hittast og vera saman. Fjölskyldan gleymist kannski oft en mikilvægi hennar verður ekki minna fyrir vikið. Mér finnst afskaplega mikilvægt að barnabörnin og afkomendur aðrir mæti og hitti fólk til lengri tíma en t.d. þekkist í fermingarveislum. Það var því gaman að sjá Guðna Eirík og Björk auk Brjáns með Hebu. Hreint frábært. Gaman hefði verið að sjá fleiri. En það er varla að mér farist að tala þar sem ég var bara stutt sjálf en skemmti mér svona líka ægilega vel.
En nú er Páll farinn að skækja á mat, sem er hálftilbúinn og best að hætta í bili og demba sér svo til Reykjavíkur og koma Páli í flug til Færeyja.
Inga
ps: Dísa kemur í kvöld – til þess hlakka ég.
hæ hæ, Gústa
Líkar viðLíkar við
jæja þá get ég farið að rífa niður það sem þú segir
Líkar viðLíkar við