Örmagna
…og ég lýg því ekki.
Og hvað á ég að gera með börnunum í handavinnu á morgun.
Svei mér þá alla mína daga……..
allar uppástungur vel þegnar,
Month: ágúst 2004
Ég bara verð….
að fara til hans Daði í dag og slíta strenginn algjörlega við Ljósafoss og skila til hans tölvunni. Hún hefur staðið hér ready lengi en mér hefur ekki gefist tími einhvern veginn til þess að fara með hana til hans. Ég er algjörlega eldsneytislaus eftir vikurnar í Sunnulækjarskóla. En helgin hefur verið mér góð. Þórunn kom á föstudag og við Ásta eyddum gærdeginum saman. Það var yndislegt enda um góðar konur að ræða.
Ég er svoldi leið yfir að hafa ekki farið við skólavígsluna en ég bara gat það ekki. Ég var einhvern veginn búinn að eyða of mikilli orku í allt að ég ætti nokkuð eftir til að spjalla við gesti og gangandi. Veit samt ég hefi átt… Enn bætist því við í það sem ég hefði átt….
En ég verð að fara þangað í dag og vinna, ljúka við undirbúning morgundagsins og huga að vikunni í heild. Þetta er spennandi en krefjandi verkefni sem gaman verður að komast betur inn í. Þetta eru a.m.k. allt saman yndisleg börn, sem eiga áreiðanlega eftir að standa fyrir sínu.
Í dag skín sólin enn og því ætti ég að get hengt út nokkrar vélar og jafnvel tekið svolítið til í eldhúsinu – þessu litla eldhúsi :-D. Já lífið er bara nokkuð gott, því Guð er jú með mér í liði,
kveðja Inga
Offita og lífið sjálft
Var að lesa það á mbls.is að offita hefði svipuð áhrifa á atvinnumöguleikra feitra kvenna og meistaragráða – nema náttúrulega í hina áttinaen áhrifin voru engin hjá körlum. Ég er ekki hissa á því. Sjálfsmynd feitra kvenna er markvisst brotin niður og til þess að öðlast fullkomna ró og öryggi í umhverfi sínum verður kona eins og ég að vera í sérstaklega „open minded“ hóp. Ef svo ég fer með þessar hugsanir mínar – um allt hið neikvæða sem aðrir hugsa um mig – og sjá ekki hið góða fyrir spiki er strax í upphafi líklegt að atvinnuviðtalið komi ekki til með að ganga vél – né að persópnutöfrar feitu konunnar nái að skína í gegn vegna almennrar vanlíðunar.
Nú eykst enn umræðan um heilsufar og vonandi verður hún til þess að fækka feitum börnum og feitu fólki en snúist ekki í andhverfu sína og gerir þeim þybbnu enn erfiðara með að fara út fyrir hússins dyr því þá sér umheimurinn ekki bara manneskju sem er hömlulaus, ljótt kjötstykki heldur eitthvað sem er raunverulegur baggi á áhorfendunum sem flestir glápa vel og lengi á fitubolluna, því skattpeningar þeirra fara í hennar heilsufars mein frekar en nokkuð annað.
Nóg er nú samt
Fréttin á mbl.is
Laugardagsmorgunn
Það er ekki amalegt um að litast hér af efri hæðinni í Sunnulækjarskóla. Ég er nú búin að vera hér í klukkutíma en lítið hefur enn gerst hjá mér í vinnunni. Maður þarf svona að gíra sig inn á þetta allt saman. Ég þurfti líka að fara til Helga mágs míns að gefa honum start. Það gekk nú ekki nógu vel frekar en startið sem ég reyndi að gefa Halla í fyrradag. Honum gat ég þó lánað bílinn minn í sólarhring en Helga gat ég ekki meira stutt. Mér finnst gott að geta ljáð hjálparhönd – ég er oftar sá sem þyggur en sá sem gefur í þeim efnum.
Eftir mikil þrif og þvott í morgunsárið – ég er svo mikill morgunhani, þá er rétt að hefjast handa við verkefni skólans. Ragnheiður mín fær að flögra ein og óstudd – nema af Júlíönu náttúrulega á menningarnótt til Reykjavíkur – Guð gefi að allt fari vel. púffiti púff
En sem sagt dásmalegt að vera til,
ingos
ÉG hef gefist upp!!!
Það er hér með algjörlega ljóst að Formúla 1 kemur ekki til með að taka neitt af tíma mínum – nema mér hreinlega leiðist. Þetta er nánast að verða mannskemmandi að horfa á þetta og ég blæs á allt tal um að ég sé heppin að vera uppi á þessum tíma. Bæði er þetta niðurdrepandi fyrir þá sem unna kappakstri því hann á sér ekki stað og einnig er þetta óhollt þeim sem halda með þeim rauðu – þeir verða ofdekraðir og eiga afar erfitt þegar stórstirnið kemur niður á jörðina – það er enda alveg eins víst að það hætt að loga þegar töfragengir fer frá þeim. Hvaða áhuga hefur Ferrari á því að ganga jafn illa og öðrum liðum gengur nú að loknu gullaldartímabilinu. Það er miklu gáfulegra að snúa sér að einhverju öðru.
Hrmpf…
ÉG sýndi ótrúlega fyrirhyggju og vissi strax í gær að Ungverjaland byði ekki upp á neitt annað en raun varð á í dag og undirbjó mig vel andlega – horfði á ræsinguna og sá hvert stefndi minnug eins allra leiðinlegasta kappaksturs síðari tíma (og þeir eru allmargir núorðið) í fyrra á Ungverjalandshringnum (með fullri virðingu fyrir Alonso – en minni fyrir Webber) og hætti bara að glápa og fór að taka til og finna dóti í kössum réttan stað – yndisleg tilfinning.
Ég og hann Kimi minn erum bara alveg að verða róleg yfir þessu öllu saman. Eina sem getur pirrað mig í F1 er umfjöllun um f1 á Íslandi en það er önnur saga og jafnvel enn leiðinlegri.
En jæja þá er best að halda áfram með tiltektina í litla húsinu mínu.
Kveðja að sunnan Inga
Olympíuleikar, Formúla, kassar og önnur óáran
ÉG náði því að horfa á opnunarhátíðina í gær, allt nema byrjunina – náttúrulega. Missi alltaf af henni. En það var vegna þess að ég var að golfast sem verður að ganga fyrir.
Ég var nú bara stolt af Björk – fannst lagið í stysta kanntinum – þannig að það getur ekki hafa verið leiðinlegt – ætli hún verði ekki sá Íslendingur sem nær hæstu hæðum ever á Olympíuleikum. Ég var afskaplega stolt af Grikkjum og heillaðist af sögunni, umhverfinu og lárviðar,,runnanum“ væri nú líklega kallaður tré hér á landi. Nú verð ég sem sagt að fylgjast með þeim sem best ég get – þó ég hafi engan tíma til þess arna.
Svo er það Formúlan – ekki gekk nú þeim McLaren félugum of vel á æfingum dagsins -en Kimi gekk getur í gær. Við skulum því bara vona að það sé ekkert að marka æfingar dagsins en því meira þær sem voru í gær – lógískt ekki satt?
Í dag ætla ég að koma mér fyrir endanlega – svo ég geti henst út í Sunnulækjaskóla á mánudag og látið ekki sjá mig hér heima nema í mýflugumynd fram að jólum. Vona að það takist – þ.e. að koma mér svolítið betur fyrir.
Annars var ég á námskeiði í gær (sem alls stóð í 3 daga) og þar var m.a. rætt um vinnutíma kennara – og kennara sem ynnu alltof mikið í samanburði við þann vinnutíma sem þeim er ætlaður samkvæmt kjarasamningu. Við vorum allar sammála um að vinnutíminn væri rangt saman settur eftir þeim kjarasamningi og nokkur ádeila kom á þá kennara sem væru alltaf í vinnunni – og hlytu að launum aðdáun en kæmu kannski slóðaorði á hina sem þó fyllilega sinntu sínu starfi. Þar var m.a. sagt að fólk gæti ekki og ætti ekki að vinna svona mikið þar sem viðkomandi ættu fjölskyldur og þeim ætti að sinna.
Ég var margsek í þessu máli og komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði margbrotið öll prinsippin og börnin mín tvö væru gjörsamlega uppeldislaus og vanhirt frá blautu barnsbeini.
Hið eina sem ég get vonað er að þau hafi sloppið bærilega og næðu að öðlast gæfuríkt líf – en það er líklega ekki mér að þakka þó. Annars finnst mér ég hafa átt margar og góðar stundir með börnunum, áreiðanlega ekki nógu margar en engu að síður …..
Ég læt mér þetta þó áreiðanlega ekki nokkru varða í næstu viku – fer að vinna sem aldrei fyrr og nýt hverrar stundar. Vinnan mín er mér nefnilega líka nokkuð áhugamál og ég á erfitt með að sinna henni nema vera vel undirbúin og vita hvert ég stefni næstu daga og vikur. Og ég er bara svoldið lengi að finna út úr því.
Ég ætla þó að hemja mig eilítið og fylgja unglingunum mínum í gegnum það ferli að byrja í nýjum skóla á mögulega versta tíma sem um getur á þeirra skólaferli. En það er nú ekki eins og maður hafi fengið nokkru um það ráðið á sínum tíma. O nei
Hver dagur er upphaf einhvers góðs
Mikið er maður heppinn að opna augun að morgni dags og áður en meðvitundarstigið er orðið 100% brýst sú hugsun fram að þetta verði góður dagur.
Það er eitthvað unaðslegt við þessa morgna þar sem áhyggjurnar, draslið og stússið allt nær engan veginn að buga sálartetrið – heldur þvert á móti býðst það til þess að stökkva á verkefnin og leysa þau – eftir besti magni, því líðandi stund virðist vera svo dæmalaust vel til þess fallin að láta sér líða vel.
Svona dagur er í dag hjá mér – meira að segja ferð til tannlæknisins náði ekki að brjóta niður bjartsýnina. Ráðist var í ruslið er heim var komið og nú stend ég í ströngu við að fá þær Hildi og Dísu til mín í morgunkaffi en hvorug svarar. Þykist vita að þær – amk Dísa vilji eiga sitt eigið líf hér á Selfossi en ég blæs nú á það – hversu oft er 25 stiga hiti svona í morgunsárið – meira að segja Hildur ætti að geta setið úti ;-).
Bak við vitneskjuna um allt draslið og dótið hér í húsinu kúrir hugmyndasafn IE fyrir næsta vetur og þá kannski mest hvernig best verði að hefja skólastarfið – þar þarf að kynnast börnum og foreldrum til þess að vel megi takast til. En ég læt það bíða til næstu viku – eða helgar. Veit þó að það verður nóg að stússast þar líkt og hér í Heimahaga 8. Það er gott að vera í vinnu sem manni finnst skemmtileg. O já
Þið sjáið því að ekkert brýtur niður góða skapið mitt í dag, enn sem komið er amk. En það er svo sem eins og strá – eitt óvarlegt fótspor getur brotið það, a.m.k. sett í það brot sem erfitt reynist að bæta.
Jæja – farin að sópa af borðum og gólfum.
Vona að þið hafið það jafn dæmalaust gott og ég
Inga
Ekki veit ég hver nennir að tala um þessa flutninga alltaf hreint
Enda er ég náttúrulega steinhætt að flytja – búin að því fyrir löngu síðan. Það sem á sér stað hér á heimilinu mínu (nýja sem ég er að reyna að venjast) er eitthvað allt annað. Palli er að setja listana á herbergið hans Aðalsteins. Nokkuð sem blessuð systkini mín sögðu nánast ómögulegt að tækist – þetta er víst nokkuð – þ.e. ásetning lista, sem greinilega bíður alla jafna lengur en góðu hófu gegnir á heimilum. Það sem ég veit hins vegar að á eftir að bíða hér á þessu heimili eru gífsplötur á tvo veggi hjá Aðalsteini og lagfæring á spaslvinnunni sem gekk satt að segja ekki sem best – en við lærum á þessu öllu saman og Palli hefur staðið sig eins og hetja á meðan ég hef meira verið að reyna að fara ekki á taugum.
En hvað um það
Ég fór í fjölskylduútileguna í gær og er hálf miður mín yfir að hafa ekki getað verið þar lengur og meira. Þetta var svo yndislegur dagur og staður – bæði bústaðurinn Gljúfur og bletturinn hjá Gulla og Nínu. Mér finnst mjög leiðinlegt að hafa ekki getað verið. Sigh….
Ég held það sé – reyndar veit ég, að það er mjög mikilvægt að hittast og vera saman. Fjölskyldan gleymist kannski oft en mikilvægi hennar verður ekki minna fyrir vikið. Mér finnst afskaplega mikilvægt að barnabörnin og afkomendur aðrir mæti og hitti fólk til lengri tíma en t.d. þekkist í fermingarveislum. Það var því gaman að sjá Guðna Eirík og Björk auk Brjáns með Hebu. Hreint frábært. Gaman hefði verið að sjá fleiri. En það er varla að mér farist að tala þar sem ég var bara stutt sjálf en skemmti mér svona líka ægilega vel.
En nú er Páll farinn að skækja á mat, sem er hálftilbúinn og best að hætta í bili og demba sér svo til Reykjavíkur og koma Páli í flug til Færeyja.
Inga
ps: Dísa kemur í kvöld – til þess hlakka ég.
jáhá – hér er nú bara búið að breyta öllu – þe hér á blogger.
Mér sýnist meira að segja vera komið litað letur og ég veit ekki hvað
- svo er hægt að gera svona punkta….
- ju en flott
- svo er hægt að gera svona í 1. lagi og
- lagi og allt….
- En huggulegt.
En ég er sem sagt flutt, Palli er að leggja plastparket á gólfið hjá Aðalsteini. Ég geispa hér í herberginu við hliðina og hugsa til systkina minna sem eru í útilegu greyin litlu. Vona og veit þau skemmta sér vel.
Ég hef ekki misst af fjölskylduútilegu þannig að ég sé í landinu – aldrei nokkurn tímann. Mér líkar ekki reynslan af því.
En ég fer nú á morgun og það er gott.
Meira blogg af mér síðar.