Jább það bara virðist vera – þá er bara defragmenta og vona það besta 🙂
Month: júní 2004
Trjójudrasl og annað vírustengt dót
hefur mjög mótað líf mitt undanfarinn sólarhring – það er nú meira vesenið að vera með svona tölvur – hrmpf – fullt af einhverju drasli og dóti sem tekur marga daga að losna við svo ekki sé nú talað um einhverja þekkingu sem ég bara hreinlega hef ekki.
Annars er þetta dagurinn sem ég ætla að vera ógeðslega dugleg – ógeðslega. Taka til í húsinu og guð má vita hvað. Verð að létta á yfirborðsdraslinu svo það sjáist í það sem er fyrir neðan :-D. Annars er Palli karlinn að koma heim á morgun sæll og glaður eftir fyrstu lotuna í Færeyjum. Já hann skemmtir sér hið besta. Mér finnst þetta bara voða þægilegt – minnir mig á gamla tíð þegar hann var ekki heima nema í fríum. Ég hugsa þetta eigi bara vel við okkur bæði.
Tiltektarkveðjur
Inga
Góðan daginn
Þá eru blessuð börnin komin í sína vinnu. Þau eru ótrúlega drjúg við þau verkefni sem þeim hefur verið falin. Vakna nánast sæl með sitt þó oft sé farið of seint að sofa ;-). Gott að geta unnið sér inn aura svo mikið er víst.
Palli kemur heim á föstudaginn og ég held ég hafi ætlað að vera búin að gera miklu meira en ég hef ég gert. Ég þarf að fara í bæinn í dag og hitta Hlín vegna eldhúshönnunar, við ætlum að líta inn til Ikea og sjá hvað þar er í boði. Ég verð að muna eftir því að kaupa blómaker fyrir stjúpurnar – ég er alveg að verða búin að stúta þeim.
Ekkert golf núna í morgunsárið – hefði nú kannski átt að láta mig vaða en ég tók svo firnagóða törn seinnipartinn í gær og ætla svo að láta mig vaða aftur seinni partinn í dag þannig að ég læt þar við sitja. Maður verður víst að passa að fara ekki of geyst. Annars er ég ótrúlega spræk í þessu og það er makalaust hvað golf reynir á fjölbreytta vöðva ;-).
Ég hef annars verið í þvotti undanfarna daga, það verður eiginlega að fara að pakka niður þessum fötum svo þau séu ekki að þvælast þetta alltaf í þvottahúsinu 😀 Annars ætti ég að fara í geymsluna og gá hvort þar sé ekki eitthvað sem hægt sé að henda og pakka.
En sem sagt allt við það sama – húsmóðurstarfið er yndislegt sem sumarfrí.
Kveðja IE
Jábbs – kominn mánudagur
Það er svoooo mikið að gera hjá mér og margt um að hugsa. Ég þarf greinilega að vinna minna til að geta hugsað meira…. Ræð greinilega ekki alveg við bæði í einu.
Búin að fara smá í golf – fer meira seinnipartinn, verð jú að halda mér við og æfa göngur eins og Hlíf vinkona mundi segja. Finn voða mikinn mun á mér eftir þessa 20 daga. Ojá – fer svo að synda þegar ég flyt á Selfoss, maður verður jú að hugsa um hjartað sitt. Var annars hjá lækni í fyrradag – því ég er helsærð með ígerð og ofnæmi eftir mjög hatramma árás mýflugna á golfarann mig í liðinni viku. Fékk eitthvað bakterídrepandi lyf – ekki alveg pencilin en næstum og ofnæmistöflur, sem staðfesti í raun það sem ég vissi – að ég hefði átt mjög bágt eftir þessa fólskulegu árás á mig.
Nú fer ég aldrei í golf nema með MYGGA á mér allri og derhúfu. Þær skulu nú ekki hafa alveg svona gott aðgengi næst bévaðar.
En sem sagt – fór til læknis og blóðþrýstingurinn var svo lágur að það var eiginlega alveg merkilegt. Voða gott þetta golf áreiðanlega 😉 Vona að það haldist almennilegt veður – annars ætla ég að sauma mér regnbuxur og þá verð ég nú fær í flestan sjó. Þarf reyndar að sauma mér ýmislegt fleira – en það verður nú ekki gert fyrr en á síðustu stundu 😉
Formúla
Haldið þið ekki að Kimi hefði bara ekki komist á pall í gær ef það hefði ekki bilað einhver sía í vélinn sem þýddi að hann þurfti að koma tvisvar inn aukalega til að láta laga það – hefði annars bara átt að vera á tveimur stoppum eins og reyndar DC sem lenti líka í vandræðum vegna brota sem komu í bílinn hans úr bíl Ralfs líklega, þannig að mínir menn eru nú heldur að hressast. Gaman að því.
Vildi bara óska að Hrafnkell myndi laga póstforritið í leiknum svo ég gæti verið sveitarstjóri með sóma og sann,
kveðja í bili – ætla að fara með rusl og gera eitthvað gáfulegt –
Inga
ps – ég er líka búin að fara í sólbað – mjög annasamur dagur,
Hó hó hó
Nú er kominn 20. júní og krakkarnir emjuðu upp yfir sig í gær – að sumarið væri næstum búið. Ég – sem móðir þeirra leiðrétti það nú hið snarasta – það væru jú 10 dagar eftir af júní enn og allnokkuð í viðbót eftir af sumrinu.
Þessi lenging á grunnskólanum segir þó til sín hjá börnunum og ég spyr mig hversu tilvalin hún sé. Áfstaða mín mótast þó áreiðanlega af þeirri staðreynd að bæði börnin eru í afbragðsvinnu og hafa eitthvað til að dunda sér við á daginn.
Það hef ég reyndar líka – nú er vika liðin síðan ég komst í mitt frí – sem var afskaplega langþráð eftir langt og strembið vor. Ég þakka bara mínu sæla fyrir að hafa verið sæmilega heil heilsu þegar ég lagði inn í verkefnin sem biðu mín þar. Þau voru lögð fyrir mig af meiri festu og jafnvel vonsku en oft áður og fyllilega má segja að þau hafi verið annars eðlis en alla jafna vorverkin atarna. En allt fer þetta í reynslubankann og þó svo að margur vilji að þroski minn felist í því að þegja oftar og lengur í einu og verði sammála þeim sem ráða er ég ekki viss um að svo verði. Mér finnst ekki eðlilegt að búa í samfélagi/þjóðfélagi þar sem óttinn er notaður til þess að hafa hemil á mönnum. Iss piss ég get verið í taparaliðinu endalaust – hef haldið með McLaren, allir sem ég held með tapa á EM og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er allt mjög karakteruppbyggjandi.
Ég hef setið við undanfarna daga og grúskað og tekið til í tölvuherberginu svokaaða og gengið nokkuð vel – ekki hratt og vel, frekar hægt og örugglega. Þar hefur ýmislegt komið uppúr kössum gömul bréf – og dagbækur sem varpa ljósi á sögu mína – ég hef t.d. komist að því að ég missti fótana einhvern tímann á aldrinum 14-18 ára og var bara nokkuð mörg ár að finna mig aftur. Nokkur ár af þeim fóru vel að merkja í það að skemmta sér og hafa gaman sem tókst dáindis vel á köflum – en var þó nokkuð markerað af þeirri staðreynd að fótfestan var lítil.
Þar sem ég sat og var að skoða gömul saumablöð – þarf nefnilega að sauma mér föt fyrir Spánarferðina varð mér hugsað til þess sem nefnt var hér fyrt – sumarfrí – mikið er gott að vera í fríi. Ég held ég ætli að byrja hvern dag á því að dásama það, því það er dásamlegt. Ég get gert allt sem ég vil í þeirri röð sem ég vil. Ég stússast í tiltekt og pakkelsi – rífst svoldið yfir letinni í blessuðum börninum sem eru tölvusjúk og glápi svo á fótbolta þess á milli. Í dag verður það þó Formúlan – amk til að byrja með – kannski hætti ég í miðju kafi ef ekkert gerist skemmtilegt. Nenni ekki að eyða mínum dýrmæta frítíma í að glápa á Ferrari rúlla yfir liðin.
Annars varðandi fótboltann…. Það er miklu meiri vinna en ég hélt að vera merkilegur fótboltaáhugamaður en mig minnti. Það er líka á köflum álíka sársaukafullt og að halda með McLaren því öll lið sem ég held með tapa – besta falli gera þau jafntefli. SIGH. En ég skil afhverju fótbolti er vinsælli af körlum en konum – ég held við konur höfum bara hreinlega ekki tíma í þetta. Ég læt mér því þetta EM dót duga og horfi á Þorstein J sæta og Beckham þegar hann er í mynd – frekar kjútt gæi verð ég að segja…. Ég vona að ég hafi tíma í þessi ósköp öll en ballið stendur til 2. júlí – og miklar annir eru hjá mér á þessum tíma. Þetta er óskaplegt álag ásamt því að vera golfari, Múlufan, pakkari og driver fyrir vinnandi börnin mín.
Já það er dásamlegt að vera í fríi – um það verður ekki deilt,
Megi þið flest njóta þess líkt og ég
ykkar Inga