Forseti og gjár

Bara eitt sem ég var að hugsa á leiðinni til Reykjavíkur að kaupa fleiri kassa. Dabbi dós segir að djúp gjá sé á milli forsetans og þjóðarinnar – og vasabúarnir hans, lögmaðurinn með gleraugun og steinninn sem býr á hólminum eru náttúrulega alveg sammála og segja Óla hafa mistekist að sameina þjóðina. Veit nú svo sem ekki hvort það sé verk forsetans – við vissum öll hvað við gerðum þegar við kusum hann hér um árið – hmmm held reyndar að ég hafi ekki kosið hann – en amk þeir sem gerðu það vissu hvað þeir gerðu.

Ég held að Dabbi og vasaklútarnir hans og annað ryk sem þar safnast fyrir ættu að einbeita sér að því að sameina þjóðina að baki forsetanum í staðinn fyrir að vera rífast þetta. Og að lokum þó 40% af þjóðinni hafi ekki farið á kjörstað þýðir það ekki að þeir allir hafi verið á móti Óla – þvert á móti – frækt er að þeir sem eru ósammála fari frekar á kjörstað.

Færðu inn athugasemd