Trjójudrasl og annað vírustengt dót

hefur mjög mótað líf mitt undanfarinn sólarhring – það er nú meira vesenið að vera með svona tölvur – hrmpf – fullt af einhverju drasli og dóti sem tekur marga daga að losna við svo ekki sé nú talað um einhverja þekkingu sem ég bara hreinlega hef ekki.

Annars er þetta dagurinn sem ég ætla að vera ógeðslega dugleg – ógeðslega. Taka til í húsinu og guð má vita hvað. Verð að létta á yfirborðsdraslinu svo það sjáist í það sem er fyrir neðan :-D. Annars er Palli karlinn að koma heim á morgun sæll og glaður eftir fyrstu lotuna í Færeyjum. Já hann skemmtir sér hið besta. Mér finnst þetta bara voða þægilegt – minnir mig á gamla tíð þegar hann var ekki heima nema í fríum. Ég hugsa þetta eigi bara vel við okkur bæði.

Tiltektarkveðjur

Inga

Færðu inn athugasemd