Góðan daginn

Þá eru blessuð börnin komin í sína vinnu. Þau eru ótrúlega drjúg við þau verkefni sem þeim hefur verið falin. Vakna nánast sæl með sitt þó oft sé farið of seint að sofa ;-). Gott að geta unnið sér inn aura svo mikið er víst.

Palli kemur heim á föstudaginn og ég held ég hafi ætlað að vera búin að gera miklu meira en ég hef ég gert. Ég þarf að fara í bæinn í dag og hitta Hlín vegna eldhúshönnunar, við ætlum að líta inn til Ikea og sjá hvað þar er í boði. Ég verð að muna eftir því að kaupa blómaker fyrir stjúpurnar – ég er alveg að verða búin að stúta þeim.

Ekkert golf núna í morgunsárið – hefði nú kannski átt að láta mig vaða en ég tók svo firnagóða törn seinnipartinn í gær og ætla svo að láta mig vaða aftur seinni partinn í dag þannig að ég læt þar við sitja. Maður verður víst að passa að fara ekki of geyst. Annars er ég ótrúlega spræk í þessu og það er makalaust hvað golf reynir á fjölbreytta vöðva ;-).

Ég hef annars verið í þvotti undanfarna daga, það verður eiginlega að fara að pakka niður þessum fötum svo þau séu ekki að þvælast þetta alltaf í þvottahúsinu 😀 Annars ætti ég að fara í geymsluna og gá hvort þar sé ekki eitthvað sem hægt sé að henda og pakka.

En sem sagt allt við það sama – húsmóðurstarfið er yndislegt sem sumarfrí.

Kveðja IE

Færðu inn athugasemd