Jábbs – kominn mánudagur

Það er svoooo mikið að gera hjá mér og margt um að hugsa. Ég þarf greinilega að vinna minna til að geta hugsað meira…. Ræð greinilega ekki alveg við bæði í einu.

Búin að fara smá í golf – fer meira seinnipartinn, verð jú að halda mér við og æfa göngur eins og Hlíf vinkona mundi segja. Finn voða mikinn mun á mér eftir þessa 20 daga. Ojá – fer svo að synda þegar ég flyt á Selfoss, maður verður jú að hugsa um hjartað sitt. Var annars hjá lækni í fyrradag – því ég er helsærð með ígerð og ofnæmi eftir mjög hatramma árás mýflugna á golfarann mig í liðinni viku. Fékk eitthvað bakterídrepandi lyf – ekki alveg pencilin en næstum og ofnæmistöflur, sem staðfesti í raun það sem ég vissi – að ég hefði átt mjög bágt eftir þessa fólskulegu árás á mig.

Nú fer ég aldrei í golf nema með MYGGA á mér allri og derhúfu. Þær skulu nú ekki hafa alveg svona gott aðgengi næst bévaðar.

En sem sagt – fór til læknis og blóðþrýstingurinn var svo lágur að það var eiginlega alveg merkilegt. Voða gott þetta golf áreiðanlega 😉 Vona að það haldist almennilegt veður – annars ætla ég að sauma mér regnbuxur og þá verð ég nú fær í flestan sjó. Þarf reyndar að sauma mér ýmislegt fleira – en það verður nú ekki gert fyrr en á síðustu stundu 😉

Formúla

Haldið þið ekki að Kimi hefði bara ekki komist á pall í gær ef það hefði ekki bilað einhver sía í vélinn sem þýddi að hann þurfti að koma tvisvar inn aukalega til að láta laga það – hefði annars bara átt að vera á tveimur stoppum eins og reyndar DC sem lenti líka í vandræðum vegna brota sem komu í bílinn hans úr bíl Ralfs líklega, þannig að mínir menn eru nú heldur að hressast. Gaman að því.

Vildi bara óska að Hrafnkell myndi laga póstforritið í leiknum svo ég gæti verið sveitarstjóri með sóma og sann,

kveðja í bili – ætla að fara með rusl og gera eitthvað gáfulegt –

Inga

ps – ég er líka búin að fara í sólbað – mjög annasamur dagur,

Færðu inn athugasemd