Flutningur
Hmmmm….
Það gengur satt að segja ekki sem best að skipuleggja sig í þessum flutningum. Ég geri helst ekki neitt – ja svona meira og minna :-). Aumingja Palli – sem er vel að merkja farinn að geta farið á bílnum eitt og annað, er að stússast í húsbréfa-lánadótinu. Það ætti að komast í gegn í næstu viku eða svo, eða ég vona það. Hef samt enga trú á að það gangi snurðulaust…. Ekki alveg í mínum anda einhvern veginn. Ég hef samt fattað að Guð er með mér í liði, og það róa huga minn aðeins 🙂
Nú er fótboltinn að byrja aftur og þá verður nú gaman…. vona að þetta verði ekki 140 mín leikur, hef eiginlega ekki tíma í það svei mér þá :-).
Annars verð ég að fara að fara um húsið og tína saman kassa og setja á einn stað – svo það sé eitthvað hægt að fara að taka til í kringum þetta drasl allt saman og sjá hverju á að henda og hverju á að ganga frá, sem liggur eins og hráviður allt í kringum þessa blessaða kassa. Annars er þetta nú að koma…
Það var lítið golf í morgun mar…. Stubburinn hennar Ástu var veikur en ég sló svolítið með kylfunum hans Palla á æfingasvæðinu – nógu lengi til að verða hundblaut og fín. Ég held ég þurfi lengri kylfur en ég er með, þær eru nú kannski líka orðnar úreltar miðað við það sem fæst í dag – eins og settið hans Palla. Þær eru nú orðnar 15 ára blessaðar.
Ég held ég fari og láti mæla mig upp til að komast að réttu kylfulengdinni – svo ég fari nú ekki að kenna árinni um þegar það er bara ég.
Vona að ég komist í golf í fyrramálið. Langar það mjög mikið…. en Það er svoldið mikið að gera sko
enn einar flutningskveðjurnar, Ingos