Kaflaskil
Nú er málfræðikaflanum lokið og annar hefst.
Frændi minn einn – Guðni Eiríkur heldur úti löngum í bloggheimum og svo er vísast um fleiri furðufugla og hví ætti ég ekki að geta það eins og hann. Ég byrjaði að blogga í íslensku í kennó hér fyrir dálitlu – skil ekki alveg hvernig tíminn flýgur – en hann flýgur samt og ég held þetta geti hentað mér svoldið vel.
Ég verð með tvískipt blogg – þetta um Formúluna og svo ingveldur þar sem ég skrifa kannski bara eitthvað – eða ekki neitt.
Hver ástæðan er fyrir því að ég ætla að blogga eða afhverju fólk bloggar yfirleitt – veit ég svo sem ekki hver er – en þetta er samt spurning um einhverja útrás og mín útrás hefur ætíð verið að skrifa – eða amk hefur mig langað til þess að skrifa meira en ég geri – og þá ekki rígbundin í klafa þess að móðga engan og særa. Bloggið er manns eigið og þar má maður segja allt sem manni finnst – svo lengi sem það er náttúrulega ekki ærumeiðandi.
En nóg um það.
Lets roll………