Hálfnað verk þá hafið er
Jæja gott fólk, tvær greinar eftir í greinarpakkanum um setninga og merkingafræði og ég anda enn……
Ég get áreiðanlega verið svoldið glöð með að hafa valið þennan pakka. Það er gaman að velta fyrir sér hvernig merking setninganna breytisti með örlitlum breytingum í orðaröðum – eða ef annað orð er sett í staðinn sem löngum er talið merkja það sama. Eini vandinn sem ég glími við varðandi þetta allt saman er að ég kann ekkert í þessu – nema svona smávegis oggupons.
En….
Þá komum við nefnilega að hinu stórgóða atriði sem ég er búin að fatta. Mjór er mikils vísir og einhvers staðar verður að byrja og það allt saman. Ég hef líka löngum sagt að maður þurfi ekki að vera sérfræðingur í hlutunum, heldur komi almenn þekking sér ágætlega og ef maður veit svona sitt lítið af hverju um ýmsilegt þá skilar það manni víðsýnni og betri útí hin ýmsustu viðfangsefni.
Þó svo að ég sé ekki að brillera í þessum lesefnispakka og geti lítið tengt efni hans við eigin reynslu og eigi í raun bara fullt í fangi með að halda mér á floti er það bara gott. Því ég hef lært pínulítið og það er mest um vert.
Finnst ykkur ég ekki jákvæð?
Ég hreinlega dáist að mér. Jæja best að skella sér í nema-að hans Eiríks þess fróða manns. Skrambi löng grein og ekki sérlega skemmtileg, en svoldið þó – (svo ég missi nú ekki niður jákvæðnina). MIkilvægt að halda vel á spöðunum, framundan er ein jarðarför og ein fermingarveisla þessa helgina. Ég fer í 8 fermingarveislur þetta vorið – haldið þið að það sé? En voða er það nú skemmtilegt að fylgjast með börnunum á þessum degi þeirra
Kveðja
Inga jákvæða