Nema e. Eirík Rögnvaldsson

Umfjöllunarefni Eiríks í þessari grein er samtengingin nema og tengsla hennar við ef – enda er þessar tvær tengingar kallaðar skilyrðistengingar.

Stundum er sagt að nema merkið hið sama og ef ekki en Eiríkur bendir réttilega á að þar sé á ferðinni helst til mikil ofeinföldun og merking nema og ef ekki sé hreint ekki sú sama.

Eiríkur kemur með í greininni ýmis dæmi um notkun nema sem er mjög fjölbreytt og hreint ekki alltaf svo tengt ef.

Þessar eru helstu niðurstöður hans um nema í greininni:

Nema er í skilyrðissetningum og tengist neitun

Í skilyrðissetningum er í aðalsetningunni sett fram fullyrðing sem síðan er skilyrt í síðari hlutanum annað hvort með ef eða nema. Ef – ef – er notað getur aukasetningin verið jákvæð en einungis neikvæð með nema.

Ef merkir sem sagt að það sem sagt er í aðalsetningunni gildi ekki, en nema merkir að það gildir sem í aðalsetningunni stendur nema til komi sérstakar aðstæður.

Dæmi frá Eiríki:

Ég fer norður ef Jón kemur ekki

Ég fer norður nema Jón komi.

Eiríkur rekur það frekar að ef og nema sé ekki alveg sambærilegt og kemst að lokum að þeirri niðurstöðu að í nema setningum sé ekki bara fólgin skildagi heldur verður nema að standa á eftir því sem nema er undantekning á.

Nema getur tengt saman tvær hliðskipaðar aðalsetningar

Nema getur tengt saman tvær aðalsetningar og þá er harla erfitt að nota ef í staðinn – og reyndar ekki hægt heldur er mun auðveldara og réttara að setja en í staðinn.

Dæmi frá Eiríki úr Manni og konu

engir menn voru í baðstofunni, nema Þuríður gamla kúrði þar í hinum enda baðstofunnar.

Þegar nema er aðaltenging er ekki um neinn skildaga að ræða, ekki neina fullyrðingu sem er í gildi eftir því hvað skildaginn felur í sér.

Merkingarlega eru þó tengsl því aðaltengingin nema felur í sér undantekningu á því sem fyrr er sagt – hinu almenna.

Í næsta kafla færir Eiríkur setningarfræðileg rök fyrir því að nema geta verið aðaltenging þannig að, að baki þeirrar fullyrðingar sé ekki bara merkingarlegur munur.

Nema getur tengt saman einstaka setningarliði eins og aðaltengingar

Ein rökin fyrir því að nema sé ekki bara aukatenging eru þau að nema getur tengt saman setningarliði.

Dæmi frá Eiríki:

Allir nema Sveinn komu í gær

Nema hagar sér í þessu hlutverki á margan hátt líkt og – og nema hvað enn gildir það sem áður er sagt – það sem á eftir nema kemur er undantekning á því sem fyrir framan það stendur.

Eiríkur eyðir miklu púðri í að færa setningarfræðileg rök fyrir því að nema geti verið annað og meira en bara skilyrðistenging heldur einnig eins og fyrr segir aðaltenging og atvikstenging.

Nema getur tengt nafnháttarsetningu við aðalsetningu og stöku sinnum fallsetningar.

Ég veit ekki nema Jón komi á morgun er dæmi sem Eirkíkur kemur með til þess að sýna fram á að nema setningin tengi fallsetninguna við móðursetningu.

Ef hægt er að færa nema til í setningu og hún heldur merkingu sinni – og verður ekki markleysa þá má leiða að því líkur að nema hagi sér eins og tengingar fallsetninga en enn gildir einhver annamarki á stöðu nema því að á undan henni verður að koma fram neitun – nema í spurningum og þegar nema er ao.

Nema getur líka verið í hlutverki atviksorðs.

Oft á tíðum er staða nema í setningum slík að miklu líklegra er að þar sé á ferðinni ao. nema en samtengingin. Ef hægt er að setja annað ao. í stað nema og – alls ekki ef eða ef ekki má auðveldlega sjá að nema gegnir hlutverki og er í raun ao. í setningunni.

Þessi hluti greinarinnar var eiginlega mitt uppáhald því ég gat ómögulegt lært orðflokkana utanað heldur varð að athuga stöðu orðanna í setningunni og því hafa ýmis orð sem hafa ákaflega fastan merkimiða – líkt og nema oft á tíðum valdið mér miklum og sárum andlegum verkjum. Eiríkur fer hins vegar ekki ítarlega í þessar ao. pælingar sínar enda segir hann hlutverk greinarinnar vera að benda á ólíka notkun tengingarinnar nema…

Ætli það endi bara ekki á því að mér finnist þessi lesefnispakki allur hinn skemmtilegasti….

Ég biðst enn forláts á upptalningu á atriðum greinarinnar en mig skortir eiginlega vit og þroska til þess að tengja þessi vísindi við mig og lífshlaup mitt. Það er líka allt í lagi því nú þegar ég veit aðeins meira – fer ég kannski að beita þessari þekkingu fyrir mig og hver veit – nema ég viti meira í dag en í gær, ævina á enda.

Kveðja

Ingveldur

p.s: Ein grein eftir tíhíhíhí

Færðu inn athugasemd