Lítið eitt um lýsingarorð sem enda á -ugur e. Gunnlaug Ingólfsson

Síðasta greini í námskeiði þessu – Málfræðirannsóknir hjá Þórunni Blöndal ber það sama heiti og fyrirsögn á þessu síðasta formlega umfjöllunarbloggi mínu.

Greinin er næsta létt miðað við annað í lesefnispakkanum og kærkomin endalok. E.t.v. fannst mér auðveldara að lesa hana og skilja því umfjöllunarefnið er nær manni en þau hin þrjú síðustu sem ég hef verið að paufast í gegnum – með litlum glæsibrag. Hvort glæsibragurinn verður meiri nú veit ég eigi en amk vissi ég hvað -ugur var áður en ég hóf lesturinn og skildi titilinn nokkuð vel 🙂

Höfundur kallar greinina, greinarkorn og er það ekki vitlaust heiti. Hann er ekki að orðlengja hlutina heldur varpar ljósi á notkun viðskeytisins -ugur í íslensku í gegnum tíðina. Hann skiptir orðum sem enda í nútímamáli á ugur í tvö flokka. Sá fyrr er einsleitari en sá síðari en í honum eru orð sem ná yfir það sem er áþreifanlegt – einhver er með e-ð á sér. Í þessum flokki eru orð sem fela í sér að vera ,,þakinn, ataður X“ Hér eru orð eins og aurugur, blóðugur, drullugur, horugur, snjóugur og tárugur.

Hinn flokkurinn inniheldur lo sem mynduð af no. sem tákna eiginleika eða ástandi þess sem no. táknaði t.d. dygðugur. Hér eru líka orð sem ekki eiga sér no sem við þekkjum – þe. fyrri hluti þeirra eru ekki orð- eða orðhlutar sem við þekkjum. s.s. göfugur en göf þekkjum við ekki en við þekkjum dygð. Í þriðja lagi eru í þessum flokki tökuorð í málinu.

Síðari flokkurinn er mun sundurleitari en sá fyrri eins og fyrr segir en í honum eru orð eins og dygðugur, heiftugur, móðugur, sinnugur,öfugur og örðugur.

Eitt lykilatriðið varðandi annan flokkinn er að orð í honum eru virk í orðmyndun en hægt er að mynda ao eða lýsingarorð með því að setja leg eða legur aftan við.

Kröftugur – kröftuglega – kröftuglegur

Í orðmyndun er einnig virk viðskeytin – heit og -leiki og gaman er að skoða hvernig orð geta tekið á sig þessi viðskeyti og þannig orðið að orðum sem hljóma skemmtilega og eru lýsandi yfir háttalag einhvers eða eiginleika.

Önugur – Önuglegur/lega önugleiki og önugheit en orð sem eru svo virk í orðmyndun tilheyra öll að heita má 2. flokki þó blóðugur og saurugur hagi sér líkt. E.t.v. má rekja það til merkingarlegra þátta því merkingin er oft yfirfærð þ.e. að nafn einhvers sé saurugt þýðir ekki endilega að það sé atað sauri í orðsins fyllstu merkingu. Þar með er orðið komið með einkenni orða af öðrum flokki þó það tilheyri þeim fyrri.

Orðmyndun er afskaplega skemmtilegt viðfangsefni með börnum og þau geta ung farið að velta fyrir sér orðhlutum – forskeyti og viðskeyti og reynt að raða saman bútum og myndað sín orð. Vinna á þennan hátt hæfir enda vel í grunnskóla því þarna er unnið með tungumálið útfrá þekkingu okkar allra en ekki einhverjum merkimiðum sem börnin geta ómögulega sett á sinn stað. Betra er að rannsaka fyrst það sem maður kann og veit og svo má gefa því þessi undarlegu nöfn öll sem við höfum yfir hlutina í málfræðinni okkar.

Góðar kveðjur

Ingveldur

Færðu inn athugasemd