Narratvie Inversion in Old Iclandic

Í upphafi segir Christer Platzack frá því að í öllum germönskum málum sé það algengt að hafa persónulega sögn fremsta í spurningum en aðra í fullyrðingum. Það er hins vegar einnig vel þekkt að hafa hana fremsta í fullyrðingum sömuleiðis í germönskum málum – þó það hafi verið algengara fyrir margt löngu. Þessi staðreynd hefur löngum vakið áhuga vísindamanna.

Íslenskan sker sig úr hvað þessa notkun varðar vegna þess að hún er mun algengari í henni og kemur víðar fyrir. Hún er tíðum notuð í ævisögum og kemur gjarnan fyrir á eftir og – í setningum.

Með árunum hefur sífellt verið lögð meiri áhersla á það að flokka tungumál eftir orðaröð.

Sum eru Frumlag – umsögn – andlag

Frumlag – andlag – umsögn

umsögn – frumlag – andlag

Andlag – umsögn – frumlag

Heiman sagði 1974 að forníslenska væri umsögn – frumlag – andlag – s tungumál

Til þess að fá botn í hvort þetta væri rétt voru fjórar fornsögur skoðaðar og talið hvaða orðaröð kæmi þar oftast fyrir og niðurstaðan var að forníslenskan væri Frumlag-umsögn, umsögn – frumlags tungumál, en sú sem gerði þessa könnun hét Kossuth.

Halldór Ármann Sigurðsson 1983 var hins vegar ekki sammála þesari niðurstöðu og komst að því í sínum rannsóknum að forníslenska – sem og sú sem nú sé tölu ð sé Frumlag – umsögn – andlags tunga.

Verkefni Platzacks í þessari ritgerð er að athuga þessi mál enn frekar og skoðar tíðni – narrative inversion, í nokkrum fornsögum. Að lokum leiðir hann líkum að því hver orðaröðin hafi verið í forníslensku.

Ég ætla ekki að fara í tíðnirannsóknirnar og þau fræði sem þar liggja að baki.

Höfundur kemst að því að þó tíðni þess að hafa umsögnina fyrst og svo frumlagið sé nokkur í forníslensku sé það ekki nóg til þess að ætla að það tungumál bregði frá öðrum germönskum málum hvað orðaröð varðar enda megi finna þessa orðaröð í öðrum tungumálum annars staðar en í spurningum.

Hér læt ég staðar numið um þessar grein.

Mér finnst þó athyglisvert að svo mikil áhersla sé lögð á að skoða ritaðar heimildir um þetta mál og lítið talað um að e.t.v. sé talað mál á einhvern hátt öðruvísi – auðvitað geta þeir ekki rannsakað það enda heimildir ekki til um það frá forníslensku en e.t.v. og kannski hefur ritmálið verið formfastara – uppskrúfaðra en talmálið en það skiptir kannski engu máli.

Það er gaman að velta þessu fyrir sér og sjá muninn á milli tungumála hvað þetta varðar, ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessu – enda alltaf álitið íslensku vera frumlag, umsögns og andlags tungumál. Það er því gaman að lesa greinar – þó skilningurinn sé e.t.v. ekki alveg upp á það besta, um mál sem þessi því lesturinn færiri manni ætíð eitthvað sem maður ekki vissi og eða hafði ekki leitt hugann að.

Ég biðst forláts á heldur lélegri umfjöllun minni á þessari og síðustu grein og vafalaust bera að taka mörgu sem ég segi með nokkrum eða jafnvel allverulegum fyrirvara.

Gleðilegt sumar allir

Ingveldur

Færðu inn athugasemd