The Two Perfects

Það skal nefnt hér í upphafi að ég hef ekki náð að skilja þessa grein svo neinu nemi. Ástæðan hlýtru fyrst og fremst að vera sú að þekking mín á fyrirbærinu er hreinlega ekki nægileg til þess að tileinka mér efnið og því gerir það mér erfiðara fyrir en ella að fá botn í málið því greinin er á ensku. Hún er stútfull af málfræðiheitum sem ég þekki vart og jafnvel alls ekki á íslensku – hvað þá á ensku.

Ég get því lítið annað gert en tínt til þá mola sem ég skil og látið þar við sitja – ég ætla ekki einu sinni að reyna að kjafta mig útúr vandræðunum heldur horfast í augu við þá staðreynd að ég skil ekki nóg.

Perfect þýðir í málfræði samkvæmt þykku og góðu orðabókinni minni frá Erni og Örlygi; (í málfræði um tíðir og horf)sem gefur til kynna að atburður eða athöfn séu liðin miðað við þann tíma sem setningin í heild á við (sjá future perfect, past perfect og present perfect)

Og þá er að gá hvað horf merkir en samkvæmt orðabók Máls og Menningar frá 1996 er horf: sérstakt beygingaratriði sagna þar sem tiltekin beygingarmynd sýnir t.d.t. hvort verknaði er lokið eða ekki, langvarandi eða skammvinnur verknaðarháttur.

Nú tekur málið heldur að skýrast (sem reyndar sýnir að áætlun mín um lestrarlag í upphafi var hreint ekki svo vitlaus).

Í upphafi segir Jóhannes Gísli að íslenskan hafi nokkuð fjölbreytt – aspectual system – sem útleggst samkvæmt sömu orðabók og fyrr er nefnd – horf a. merkingarþáttur sagnmynda er varðar verknaðarmáta (án tillits til verknaðartíma), t.d. hvort verknaði er lokið eða ólokið, hvort hann er einstakur eða endurtekinn o.þ.u.l. b. sagnbeygin er tjáir tiltekið horf.

Sem sagt íslenskan býr yfir nokkrum leiðum til þess að segja frá því hvort eitthvað sé gert eða ógert án þess endilega að segja hvenær það er gert.

Jóhannes Gísli flokkar horf í tvo flokka – annars vegar þar sem hjálparsögnin að hafa er notuð og hins vegar horf þar sem búinn er í setningunni – til þess að gefa til kynna að einhverju er lokið – eða gert.

Ég hef farið til tunglsins

Ég er búin að fara til tunglsins (og til baka í lestri mínum á þessari grein)

Í greininni fjallar höfundur fyrst og fremst um present perfect – núliðna tíð en flest af því sem þar á við á einnig við um past perfect – þ.e það sem gefur til kynna liðna tíð.

Núliðin tíð er eins og margur veit er samsett sagnbeyging sem í íslensku er myndað með sögninni að hafa í nt og lh þt af aðalsögninni t.d. ég hef farið … til tungslins.

Í fyrsta hluta greinarinnar fjallar höfundur um merkingarfræðilega þætti núliðinnar tíðar og fjögur misjöfn notkunarafbrigði hennar samkvæmt McCawley.

Þær eru:

Universal perfect – (altímamerking) ÉG hef þekkt Max síðan 1960 Nær frá fortið til nútíðar

Existential perfect (atburðamerkingu) – Ég hef lesið bókina fimm sinnum Gefur til kynna að sá atburður sem sögnin felur í sér hefur verið framkvæmdur í þessu tilviki hefur það verið gert fimm sinnum

Resultative perfect (afleiðingarmerking)– Ég get ekki komið í veisluna þína – ég er með flensu Hér er á ferðinni atburður sem verður fyrir áhrfium vegna einhvers sem gerðist í fortíðinni Sú staðreynda að ég er með flensu hefur áhrfi í nútíðinni en flensuna fékk ég í fortíðinni.

Hot news perfect – Malcolm X var myrtur rétt í þessu Hér er á ferðinni undirflokkur afleiðingarmerkingar en er notað til þess að segja frá því sem var að gerast, og þar var atvik í fortíðinni sem greinilega hefur áhrif á nútíðina

Í næsta hluta rekur höfundur muninn á milli horfanna tveggja þar sem að hafa er notað og hinsvegar búinn.

Niðurstaða höfundar varðandi notkun á þeim tveimur horfum sem eru til umfjöllunar – þar sem að hafa er notað annars vegar og búinn hins vegar er sú að

Lokið horf 1 kallar Jóhannes það þegar hefur er notað en lokið horf II þegar búinn er notað. Niðurstaða höfundar er að lokið horf I sé alltaf hægt að nota – með þeim merkingarflokkum sem nefndir eru hér að ofan og í fyrsta hluta greinarinnar en lokið horf II er ekki hægt að nota í atburðamerkingu.

Hér með lýkur umfjöllun minni um þessa grein. Ég hef ekki reitt hár mitt yfir neinu meira en henni í þessu páskafríi – í alvöru. En ég er nokkru nær – ég veit ekki hvort mér hefur tekist að koma því til skila – en flokkarnir 3 (4) og notkun loknu horfanna í tengslum við þá er í raun mjög spennandi og ég er nokkru nær því að vita eitthvað í minn haus um horf og hvað þetta nú allt saman heitir – en vá hvað hefði verið gott að hafa einhvern grun um málið á íslensku áður en þetta var tekið fyrir á ensku 🙂

Takk fyrir þetta Jóhannes Gísli –

kveðja Ingveldur

(og áfram í næstu ensku grein sigh)

Færðu inn athugasemd