Um merkingu og hlutverk forliðarins hálf – seinni hluti

e. Jón Hilmar Jónsson

Ég nefndi í fyrrihlutanum að andyrði væru næstum eins og andheiti – en þetta tvennt er næsta samofið í málvitund okkar. Þó er til einn flokkur andyrða sem er ekki felur í sér andstæðuna jafnharðan. Þessi orð vísa til mælanleika.

Þó einhver sé 10 ára gamall er ekki lagt á það mat jafnharðan að hann sé ungur eða gamall.

Þegar við segjum að þessi köttur sé stór – er ekki endilega verið að segja að hann sé feyki stór heldur að hann sé stór miðað við aðra ketti.

Þar sem þessi grein Jóns Hilmars er mikill hafsjór hugtaka um andyrði er rétt að bæta hér við einu enn sem hann kynnir til sögunnar en það eru lausmörkuð, jafnvæg andyrði. Útskýringar hans á fyrirbærinu – sem dæmið um köttinn á við, er svo flókin og snúin að helst held ég að stærðfræðing þurfi til að koma mér að fullu í skilning um hana.

Niðurstaða mín er hins vegar þessi að þó mælanleiki sé vissulega hluti af einkennum þeirra er þó frekar hægt að tala um að þau vísi til áþreifanleika og viðmiðunin er breytileg eftir því hver merkingin er. Flest þessara orða eiga sér samsvarandi nafnorð eins og stór á sér stærð – en það orð er hlutlaust og felur ekki í sér neina tilvísun í hver stærðin sé.

En nú er rétt að víkja að umfjöllunarefni greinarinnar – forliðurinn hálf –

Forliðurinn tengist aðallega neikvæðum misvægra andyrðasambanda (jákvæða orðið er ómerkt í andyrðasambandinu, neikvæða orðið er merkt) – Borgin er hálfóþrifaleg en við getum trauðla sagt Borgin er hálfþrifalega eða Kerlingin er hálfminnug en við getum sagt Kerlingin er hálfgleymin.

Jafnvæg andyrðasambönd er þegar leyfður er tvíhliða samanburður með andyrðum á hvorn veginn sem er –

Egill og Ari eru báðir gamlir, en Egill er yngri en Ari osfv.

Þetta getur útskýrt að hluta til hegðun forliðarins hálf – en Jón Hilmar lítur nú næst til sögulegrar þróunar forliðarins.

Í upphafi var notkun hans bundin deiliákvörðun en smám saman þróast hún og verður víðfeðmari – meira útí stigsákvörðun.

Ég tel ekki ástæðu til þess að fjara ítarlega í þá þróunarsögu – mörg hugtök koma fram við frekari lestur greinarinnar sem ég met sem svo að ég skuli ekki leggja sérstaklega á minnið öðruvísi en þannig að notkun forliða almennt verður manni ljósari og fjölbreytileikinn greinilegri.

Þar sem staða hálf hefur þróast úr því að vera nær eingöngu deiliákvörðun yfir í stigsákvörðun þó merkingin sé svipuð – þe að eitthvað er hálf eða næstum hálft – orðið sem kemur á eftir.

Fullnaðarákvæði er nokkuð sem svo segir til um að eitthvað sé algerlega fullkomlega – síðara orðið. Nýtt orð af þessum toga er alveg – en ekki finnast dæmi um það fyrr en á 18. öld. Önnur eru full- en það hefur einnig hlotið merkinguna of.

Hér læt ég staðar numið við þessa níðþungu en athyglisverðu grein – ég óttast að einhverjar hugsana – svo ekki sé minnst á hugtakavillur sé hér að finna, þetta var eiginlega svoldið svona erfitt yfirferðar – þó hálft væri.

Kveðja

Ingveldur

Færðu inn athugasemd