Lítið eitt um lýsingarorð sem enda á -ugur e. Gunnlaug Ingólfsson

Síðasta greini í námskeiði þessu – Málfræðirannsóknir hjá Þórunni Blöndal ber það sama heiti og fyrirsögn á þessu síðasta formlega umfjöllunarbloggi mínu.

Greinin er næsta létt miðað við annað í lesefnispakkanum og kærkomin endalok. E.t.v. fannst mér auðveldara að lesa hana og skilja því umfjöllunarefnið er nær manni en þau hin þrjú síðustu sem ég hef verið að paufast í gegnum – með litlum glæsibrag. Hvort glæsibragurinn verður meiri nú veit ég eigi en amk vissi ég hvað -ugur var áður en ég hóf lesturinn og skildi titilinn nokkuð vel 🙂

Höfundur kallar greinina, greinarkorn og er það ekki vitlaust heiti. Hann er ekki að orðlengja hlutina heldur varpar ljósi á notkun viðskeytisins -ugur í íslensku í gegnum tíðina. Hann skiptir orðum sem enda í nútímamáli á ugur í tvö flokka. Sá fyrr er einsleitari en sá síðari en í honum eru orð sem ná yfir það sem er áþreifanlegt – einhver er með e-ð á sér. Í þessum flokki eru orð sem fela í sér að vera ,,þakinn, ataður X“ Hér eru orð eins og aurugur, blóðugur, drullugur, horugur, snjóugur og tárugur.

Hinn flokkurinn inniheldur lo sem mynduð af no. sem tákna eiginleika eða ástandi þess sem no. táknaði t.d. dygðugur. Hér eru líka orð sem ekki eiga sér no sem við þekkjum – þe. fyrri hluti þeirra eru ekki orð- eða orðhlutar sem við þekkjum. s.s. göfugur en göf þekkjum við ekki en við þekkjum dygð. Í þriðja lagi eru í þessum flokki tökuorð í málinu.

Síðari flokkurinn er mun sundurleitari en sá fyrri eins og fyrr segir en í honum eru orð eins og dygðugur, heiftugur, móðugur, sinnugur,öfugur og örðugur.

Eitt lykilatriðið varðandi annan flokkinn er að orð í honum eru virk í orðmyndun en hægt er að mynda ao eða lýsingarorð með því að setja leg eða legur aftan við.

Kröftugur – kröftuglega – kröftuglegur

Í orðmyndun er einnig virk viðskeytin – heit og -leiki og gaman er að skoða hvernig orð geta tekið á sig þessi viðskeyti og þannig orðið að orðum sem hljóma skemmtilega og eru lýsandi yfir háttalag einhvers eða eiginleika.

Önugur – Önuglegur/lega önugleiki og önugheit en orð sem eru svo virk í orðmyndun tilheyra öll að heita má 2. flokki þó blóðugur og saurugur hagi sér líkt. E.t.v. má rekja það til merkingarlegra þátta því merkingin er oft yfirfærð þ.e. að nafn einhvers sé saurugt þýðir ekki endilega að það sé atað sauri í orðsins fyllstu merkingu. Þar með er orðið komið með einkenni orða af öðrum flokki þó það tilheyri þeim fyrri.

Orðmyndun er afskaplega skemmtilegt viðfangsefni með börnum og þau geta ung farið að velta fyrir sér orðhlutum – forskeyti og viðskeyti og reynt að raða saman bútum og myndað sín orð. Vinna á þennan hátt hæfir enda vel í grunnskóla því þarna er unnið með tungumálið útfrá þekkingu okkar allra en ekki einhverjum merkimiðum sem börnin geta ómögulega sett á sinn stað. Betra er að rannsaka fyrst það sem maður kann og veit og svo má gefa því þessi undarlegu nöfn öll sem við höfum yfir hlutina í málfræðinni okkar.

Góðar kveðjur

Ingveldur

Nema e. Eirík Rögnvaldsson

Umfjöllunarefni Eiríks í þessari grein er samtengingin nema og tengsla hennar við ef – enda er þessar tvær tengingar kallaðar skilyrðistengingar.

Stundum er sagt að nema merkið hið sama og ef ekki en Eiríkur bendir réttilega á að þar sé á ferðinni helst til mikil ofeinföldun og merking nema og ef ekki sé hreint ekki sú sama.

Eiríkur kemur með í greininni ýmis dæmi um notkun nema sem er mjög fjölbreytt og hreint ekki alltaf svo tengt ef.

Þessar eru helstu niðurstöður hans um nema í greininni:

Nema er í skilyrðissetningum og tengist neitun

Í skilyrðissetningum er í aðalsetningunni sett fram fullyrðing sem síðan er skilyrt í síðari hlutanum annað hvort með ef eða nema. Ef – ef – er notað getur aukasetningin verið jákvæð en einungis neikvæð með nema.

Ef merkir sem sagt að það sem sagt er í aðalsetningunni gildi ekki, en nema merkir að það gildir sem í aðalsetningunni stendur nema til komi sérstakar aðstæður.

Dæmi frá Eiríki:

Ég fer norður ef Jón kemur ekki

Ég fer norður nema Jón komi.

Eiríkur rekur það frekar að ef og nema sé ekki alveg sambærilegt og kemst að lokum að þeirri niðurstöðu að í nema setningum sé ekki bara fólgin skildagi heldur verður nema að standa á eftir því sem nema er undantekning á.

Nema getur tengt saman tvær hliðskipaðar aðalsetningar

Nema getur tengt saman tvær aðalsetningar og þá er harla erfitt að nota ef í staðinn – og reyndar ekki hægt heldur er mun auðveldara og réttara að setja en í staðinn.

Dæmi frá Eiríki úr Manni og konu

engir menn voru í baðstofunni, nema Þuríður gamla kúrði þar í hinum enda baðstofunnar.

Þegar nema er aðaltenging er ekki um neinn skildaga að ræða, ekki neina fullyrðingu sem er í gildi eftir því hvað skildaginn felur í sér.

Merkingarlega eru þó tengsl því aðaltengingin nema felur í sér undantekningu á því sem fyrr er sagt – hinu almenna.

Í næsta kafla færir Eiríkur setningarfræðileg rök fyrir því að nema geta verið aðaltenging þannig að, að baki þeirrar fullyrðingar sé ekki bara merkingarlegur munur.

Nema getur tengt saman einstaka setningarliði eins og aðaltengingar

Ein rökin fyrir því að nema sé ekki bara aukatenging eru þau að nema getur tengt saman setningarliði.

Dæmi frá Eiríki:

Allir nema Sveinn komu í gær

Nema hagar sér í þessu hlutverki á margan hátt líkt og – og nema hvað enn gildir það sem áður er sagt – það sem á eftir nema kemur er undantekning á því sem fyrir framan það stendur.

Eiríkur eyðir miklu púðri í að færa setningarfræðileg rök fyrir því að nema geti verið annað og meira en bara skilyrðistenging heldur einnig eins og fyrr segir aðaltenging og atvikstenging.

Nema getur tengt nafnháttarsetningu við aðalsetningu og stöku sinnum fallsetningar.

Ég veit ekki nema Jón komi á morgun er dæmi sem Eirkíkur kemur með til þess að sýna fram á að nema setningin tengi fallsetninguna við móðursetningu.

Ef hægt er að færa nema til í setningu og hún heldur merkingu sinni – og verður ekki markleysa þá má leiða að því líkur að nema hagi sér eins og tengingar fallsetninga en enn gildir einhver annamarki á stöðu nema því að á undan henni verður að koma fram neitun – nema í spurningum og þegar nema er ao.

Nema getur líka verið í hlutverki atviksorðs.

Oft á tíðum er staða nema í setningum slík að miklu líklegra er að þar sé á ferðinni ao. nema en samtengingin. Ef hægt er að setja annað ao. í stað nema og – alls ekki ef eða ef ekki má auðveldlega sjá að nema gegnir hlutverki og er í raun ao. í setningunni.

Þessi hluti greinarinnar var eiginlega mitt uppáhald því ég gat ómögulegt lært orðflokkana utanað heldur varð að athuga stöðu orðanna í setningunni og því hafa ýmis orð sem hafa ákaflega fastan merkimiða – líkt og nema oft á tíðum valdið mér miklum og sárum andlegum verkjum. Eiríkur fer hins vegar ekki ítarlega í þessar ao. pælingar sínar enda segir hann hlutverk greinarinnar vera að benda á ólíka notkun tengingarinnar nema…

Ætli það endi bara ekki á því að mér finnist þessi lesefnispakki allur hinn skemmtilegasti….

Ég biðst enn forláts á upptalningu á atriðum greinarinnar en mig skortir eiginlega vit og þroska til þess að tengja þessi vísindi við mig og lífshlaup mitt. Það er líka allt í lagi því nú þegar ég veit aðeins meira – fer ég kannski að beita þessari þekkingu fyrir mig og hver veit – nema ég viti meira í dag en í gær, ævina á enda.

Kveðja

Ingveldur

p.s: Ein grein eftir tíhíhíhí

Hálfnað verk þá hafið er

Jæja gott fólk, tvær greinar eftir í greinarpakkanum um setninga og merkingafræði og ég anda enn……

Ég get áreiðanlega verið svoldið glöð með að hafa valið þennan pakka. Það er gaman að velta fyrir sér hvernig merking setninganna breytisti með örlitlum breytingum í orðaröðum – eða ef annað orð er sett í staðinn sem löngum er talið merkja það sama. Eini vandinn sem ég glími við varðandi þetta allt saman er að ég kann ekkert í þessu – nema svona smávegis oggupons.

En….

Þá komum við nefnilega að hinu stórgóða atriði sem ég er búin að fatta. Mjór er mikils vísir og einhvers staðar verður að byrja og það allt saman. Ég hef líka löngum sagt að maður þurfi ekki að vera sérfræðingur í hlutunum, heldur komi almenn þekking sér ágætlega og ef maður veit svona sitt lítið af hverju um ýmsilegt þá skilar það manni víðsýnni og betri útí hin ýmsustu viðfangsefni.

Þó svo að ég sé ekki að brillera í þessum lesefnispakka og geti lítið tengt efni hans við eigin reynslu og eigi í raun bara fullt í fangi með að halda mér á floti er það bara gott. Því ég hef lært pínulítið og það er mest um vert.

Finnst ykkur ég ekki jákvæð?

Ég hreinlega dáist að mér. Jæja best að skella sér í nema-að hans Eiríks þess fróða manns. Skrambi löng grein og ekki sérlega skemmtileg, en svoldið þó – (svo ég missi nú ekki niður jákvæðnina). MIkilvægt að halda vel á spöðunum, framundan er ein jarðarför og ein fermingarveisla þessa helgina. Ég fer í 8 fermingarveislur þetta vorið – haldið þið að það sé? En voða er það nú skemmtilegt að fylgjast með börnunum á þessum degi þeirra

Kveðja

Inga jákvæða

Narratvie Inversion in Old Iclandic

Í upphafi segir Christer Platzack frá því að í öllum germönskum málum sé það algengt að hafa persónulega sögn fremsta í spurningum en aðra í fullyrðingum. Það er hins vegar einnig vel þekkt að hafa hana fremsta í fullyrðingum sömuleiðis í germönskum málum – þó það hafi verið algengara fyrir margt löngu. Þessi staðreynd hefur löngum vakið áhuga vísindamanna.

Íslenskan sker sig úr hvað þessa notkun varðar vegna þess að hún er mun algengari í henni og kemur víðar fyrir. Hún er tíðum notuð í ævisögum og kemur gjarnan fyrir á eftir og – í setningum.

Með árunum hefur sífellt verið lögð meiri áhersla á það að flokka tungumál eftir orðaröð.

Sum eru Frumlag – umsögn – andlag

Frumlag – andlag – umsögn

umsögn – frumlag – andlag

Andlag – umsögn – frumlag

Heiman sagði 1974 að forníslenska væri umsögn – frumlag – andlag – s tungumál

Til þess að fá botn í hvort þetta væri rétt voru fjórar fornsögur skoðaðar og talið hvaða orðaröð kæmi þar oftast fyrir og niðurstaðan var að forníslenskan væri Frumlag-umsögn, umsögn – frumlags tungumál, en sú sem gerði þessa könnun hét Kossuth.

Halldór Ármann Sigurðsson 1983 var hins vegar ekki sammála þesari niðurstöðu og komst að því í sínum rannsóknum að forníslenska – sem og sú sem nú sé tölu ð sé Frumlag – umsögn – andlags tunga.

Verkefni Platzacks í þessari ritgerð er að athuga þessi mál enn frekar og skoðar tíðni – narrative inversion, í nokkrum fornsögum. Að lokum leiðir hann líkum að því hver orðaröðin hafi verið í forníslensku.

Ég ætla ekki að fara í tíðnirannsóknirnar og þau fræði sem þar liggja að baki.

Höfundur kemst að því að þó tíðni þess að hafa umsögnina fyrst og svo frumlagið sé nokkur í forníslensku sé það ekki nóg til þess að ætla að það tungumál bregði frá öðrum germönskum málum hvað orðaröð varðar enda megi finna þessa orðaröð í öðrum tungumálum annars staðar en í spurningum.

Hér læt ég staðar numið um þessar grein.

Mér finnst þó athyglisvert að svo mikil áhersla sé lögð á að skoða ritaðar heimildir um þetta mál og lítið talað um að e.t.v. sé talað mál á einhvern hátt öðruvísi – auðvitað geta þeir ekki rannsakað það enda heimildir ekki til um það frá forníslensku en e.t.v. og kannski hefur ritmálið verið formfastara – uppskrúfaðra en talmálið en það skiptir kannski engu máli.

Það er gaman að velta þessu fyrir sér og sjá muninn á milli tungumála hvað þetta varðar, ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessu – enda alltaf álitið íslensku vera frumlag, umsögns og andlags tungumál. Það er því gaman að lesa greinar – þó skilningurinn sé e.t.v. ekki alveg upp á það besta, um mál sem þessi því lesturinn færiri manni ætíð eitthvað sem maður ekki vissi og eða hafði ekki leitt hugann að.

Ég biðst forláts á heldur lélegri umfjöllun minni á þessari og síðustu grein og vafalaust bera að taka mörgu sem ég segi með nokkrum eða jafnvel allverulegum fyrirvara.

Gleðilegt sumar allir

Ingveldur

Í aðdraganda Narrative Inversion in Old Icelandic

Hljómar vel ekki satt?

Orðabókin er þó hér við hliðina á mér og nú hef ég vit á að gá aftast að íslenskum útdrætti – sá í þann sama mund að greinin var eftir úttlending – þar með fauk svo góða von. Nú ætla ég að eyða svolitlum tíma í að hugsa um hvað þessi titill gæti þýtt – Narrative Inversion – hmmmmm hljómar gáfulega…..

Hvað ætli það taki mig marga daga að komast í gegnum þessa grein; ein , tvær, þrjár…..16 bls….

Hvað var aftur þessi síðasta aftur löng? Ein, tvær, þrjár, Sextán

Yes I can do it…

skjáumst síðar

og svo er bara Nema eftir – ef ég lifi

hmmmm hér fann ég Lítið eitt um -ugur

Ég verð trauðla búin með þetta í dag……

Skjáumst engu að síður

Ingveldur

The Two Perfects

Það skal nefnt hér í upphafi að ég hef ekki náð að skilja þessa grein svo neinu nemi. Ástæðan hlýtru fyrst og fremst að vera sú að þekking mín á fyrirbærinu er hreinlega ekki nægileg til þess að tileinka mér efnið og því gerir það mér erfiðara fyrir en ella að fá botn í málið því greinin er á ensku. Hún er stútfull af málfræðiheitum sem ég þekki vart og jafnvel alls ekki á íslensku – hvað þá á ensku.

Ég get því lítið annað gert en tínt til þá mola sem ég skil og látið þar við sitja – ég ætla ekki einu sinni að reyna að kjafta mig útúr vandræðunum heldur horfast í augu við þá staðreynd að ég skil ekki nóg.

Perfect þýðir í málfræði samkvæmt þykku og góðu orðabókinni minni frá Erni og Örlygi; (í málfræði um tíðir og horf)sem gefur til kynna að atburður eða athöfn séu liðin miðað við þann tíma sem setningin í heild á við (sjá future perfect, past perfect og present perfect)

Og þá er að gá hvað horf merkir en samkvæmt orðabók Máls og Menningar frá 1996 er horf: sérstakt beygingaratriði sagna þar sem tiltekin beygingarmynd sýnir t.d.t. hvort verknaði er lokið eða ekki, langvarandi eða skammvinnur verknaðarháttur.

Nú tekur málið heldur að skýrast (sem reyndar sýnir að áætlun mín um lestrarlag í upphafi var hreint ekki svo vitlaus).

Í upphafi segir Jóhannes Gísli að íslenskan hafi nokkuð fjölbreytt – aspectual system – sem útleggst samkvæmt sömu orðabók og fyrr er nefnd – horf a. merkingarþáttur sagnmynda er varðar verknaðarmáta (án tillits til verknaðartíma), t.d. hvort verknaði er lokið eða ólokið, hvort hann er einstakur eða endurtekinn o.þ.u.l. b. sagnbeygin er tjáir tiltekið horf.

Sem sagt íslenskan býr yfir nokkrum leiðum til þess að segja frá því hvort eitthvað sé gert eða ógert án þess endilega að segja hvenær það er gert.

Jóhannes Gísli flokkar horf í tvo flokka – annars vegar þar sem hjálparsögnin að hafa er notuð og hins vegar horf þar sem búinn er í setningunni – til þess að gefa til kynna að einhverju er lokið – eða gert.

Ég hef farið til tunglsins

Ég er búin að fara til tunglsins (og til baka í lestri mínum á þessari grein)

Í greininni fjallar höfundur fyrst og fremst um present perfect – núliðna tíð en flest af því sem þar á við á einnig við um past perfect – þ.e það sem gefur til kynna liðna tíð.

Núliðin tíð er eins og margur veit er samsett sagnbeyging sem í íslensku er myndað með sögninni að hafa í nt og lh þt af aðalsögninni t.d. ég hef farið … til tungslins.

Í fyrsta hluta greinarinnar fjallar höfundur um merkingarfræðilega þætti núliðinnar tíðar og fjögur misjöfn notkunarafbrigði hennar samkvæmt McCawley.

Þær eru:

Universal perfect – (altímamerking) ÉG hef þekkt Max síðan 1960 Nær frá fortið til nútíðar

Existential perfect (atburðamerkingu) – Ég hef lesið bókina fimm sinnum Gefur til kynna að sá atburður sem sögnin felur í sér hefur verið framkvæmdur í þessu tilviki hefur það verið gert fimm sinnum

Resultative perfect (afleiðingarmerking)– Ég get ekki komið í veisluna þína – ég er með flensu Hér er á ferðinni atburður sem verður fyrir áhrfium vegna einhvers sem gerðist í fortíðinni Sú staðreynda að ég er með flensu hefur áhrfi í nútíðinni en flensuna fékk ég í fortíðinni.

Hot news perfect – Malcolm X var myrtur rétt í þessu Hér er á ferðinni undirflokkur afleiðingarmerkingar en er notað til þess að segja frá því sem var að gerast, og þar var atvik í fortíðinni sem greinilega hefur áhrif á nútíðina

Í næsta hluta rekur höfundur muninn á milli horfanna tveggja þar sem að hafa er notað og hinsvegar búinn.

Niðurstaða höfundar varðandi notkun á þeim tveimur horfum sem eru til umfjöllunar – þar sem að hafa er notað annars vegar og búinn hins vegar er sú að

Lokið horf 1 kallar Jóhannes það þegar hefur er notað en lokið horf II þegar búinn er notað. Niðurstaða höfundar er að lokið horf I sé alltaf hægt að nota – með þeim merkingarflokkum sem nefndir eru hér að ofan og í fyrsta hluta greinarinnar en lokið horf II er ekki hægt að nota í atburðamerkingu.

Hér með lýkur umfjöllun minni um þessa grein. Ég hef ekki reitt hár mitt yfir neinu meira en henni í þessu páskafríi – í alvöru. En ég er nokkru nær – ég veit ekki hvort mér hefur tekist að koma því til skila – en flokkarnir 3 (4) og notkun loknu horfanna í tengslum við þá er í raun mjög spennandi og ég er nokkru nær því að vita eitthvað í minn haus um horf og hvað þetta nú allt saman heitir – en vá hvað hefði verið gott að hafa einhvern grun um málið á íslensku áður en þetta var tekið fyrir á ensku 🙂

Takk fyrir þetta Jóhannes Gísli –

kveðja Ingveldur

(og áfram í næstu ensku grein sigh)

The Two Perfects of Icelandic

Einhvern tímann þegar ég las yfir þessa grein e. Jóhannes Gísla Jónsson og fannst ég vera að drukkna, kom þó upp af einhverjum óskiljanlegum ástæðum upp setningin – Stating the obvious, sem reyndar var heldur hjákátlegt augnablik hjá undirritaðri því hún bókstaflega skildi ekki neitt. En einhvern veginn loddi þessi setning við mig þar sem ég las í gegnum fyrstu blaðsíðurnar og skildi ekki baun – nema hið augljósa.

Planið var þetta eftir að ég hafði náð mér af því gríðarlega áfalli að ég þyrfti að lesa 2 greinar um íslenska málfræði á ensku!!!. Fyrst skyldi ég lesa greinina yfir, svo skyldi ég ná í stóru þykku orðabókina mína og glósa nú þessi málfræði heiti – sem ég komst fljótt að raun um að ég væri afar fáfróð um – þó enskukennari væri. Í þriðja og síðasta líð skyldi ég svo lesa yfir – og skilja til fullnustu.

Það er skemmst frá því að segja að þetta plan var afar erfitt yfirferðar. Ég var búin að lesa ákaflega stutt þegar mig fór alls staðar að klæja. Ég tók því drjúgan tíma í það að klóra mér. Svo byrjaði ég aftur að lesa og viti menn, ekki var liðin löng stund þar til ég þurfti alveg nauðsynlega að fara á klósettið. Að þeim störfum loknum varð ég bara að fá mér svolítið að drekka og tókst að hella góðum slatta af vatninu yfir greinina.

Jæja áfram gakk – tvær bls. voru að baki í viðbót en þá líka bara varð ég að hringja í Dísu systur og tala aðeins um ferminguna sem er innan tíðar hjá mér. En svo skyldi ég líka vera dugleg.

Fjórar bls. voru lagðar í næstu atrennu en þá líka varð ég að faraí bað……….

EFtir að hafa eldað smá og svona – já og fengið mér að borða fór ég aftur að lesa, en hafði þá gefið frá mér þetta plan þarna um að lesa fyrst allt einu sinni – heldur vatt mér bara í lok greinarinnar til þess að athuga hvað hún fjallaði eiginlega um – þar er nefnilega oft svona lokaorð sem eru svo ansi greinargóð.

Og hvað haldið þið ekki að ég hafi fundið þar – smávegis á íslensku. Verst að ég hafði ekki gáð fyrr – því þar var að finna þýðingar á orðum eins og loknu horfi I og loknu horfi II og svo altímamerkingu – universal perfect……….

SIGH

Þarna og nákvæmlega þarna í ferlinu varð mér ljóst hvað ég átti ofboðslega bágt.

Þarna og nákvæmlega þarna skildist mér hvað sumir nemendur mínir eiga ofboðlega bágt……..

Og ég hef aldrei vorkennt þeim neitt….

Þess vegna má segja að lestur þessarar greinar hafi verið mér gríðarlegt nám, en ég þarf að lesa greinina samkvæmt fyrirframgerðu skema – sem finna má efst í þessum pistil til þess að læra eitthvað um The Two Perfects of Icelandic. Ég bara hlýt að geta haft eitthvað uppúr krafsinu…..

Fyrst hún Þórunn mín ætlaði okkur að lesa þetta þá hlýt ég að geta skilið þetta….

Haldið þið það ekki annars?

Gleðilega páskarest

Ingveldur

ps Þetta átti að fara inn í gær en einhvern veginn tókst mér að gleyma því að fara inn á blogger – það er sem sagt allt´i stíl 🙂

Gvöð minn góður

ÉG vissi að það væri eitthvað bogið við mig –

ég mundi að ég hafði lesið í gegnum þennan lesefnispakka en einhvers staðar bakatil rámaði mig í einhverja brekku – og þó svo að ég sé bara alveg hreint ágæt í ensku – þá er brekkuna þar að finna.

Ég ætla bara ekki að segja ykkur hvað mér fannst erfitt að lesa hálf- greinina – váhá – allskonar framandi hugtök og allt – en þó á íslensku. Hvernig haldið þið að það verði þá með mig þegar ég les tvær greinar uppá ensku – æ mig auma……

óíó

næst fer ég í nema – nema ég klári fyrst ensku – svo ég sé búin með þær – auj sen fauj sen….

Inga sjokkerína

Um merkingu og hlutverk forliðarins hálf – seinni hluti

e. Jón Hilmar Jónsson

Ég nefndi í fyrrihlutanum að andyrði væru næstum eins og andheiti – en þetta tvennt er næsta samofið í málvitund okkar. Þó er til einn flokkur andyrða sem er ekki felur í sér andstæðuna jafnharðan. Þessi orð vísa til mælanleika.

Þó einhver sé 10 ára gamall er ekki lagt á það mat jafnharðan að hann sé ungur eða gamall.

Þegar við segjum að þessi köttur sé stór – er ekki endilega verið að segja að hann sé feyki stór heldur að hann sé stór miðað við aðra ketti.

Þar sem þessi grein Jóns Hilmars er mikill hafsjór hugtaka um andyrði er rétt að bæta hér við einu enn sem hann kynnir til sögunnar en það eru lausmörkuð, jafnvæg andyrði. Útskýringar hans á fyrirbærinu – sem dæmið um köttinn á við, er svo flókin og snúin að helst held ég að stærðfræðing þurfi til að koma mér að fullu í skilning um hana.

Niðurstaða mín er hins vegar þessi að þó mælanleiki sé vissulega hluti af einkennum þeirra er þó frekar hægt að tala um að þau vísi til áþreifanleika og viðmiðunin er breytileg eftir því hver merkingin er. Flest þessara orða eiga sér samsvarandi nafnorð eins og stór á sér stærð – en það orð er hlutlaust og felur ekki í sér neina tilvísun í hver stærðin sé.

En nú er rétt að víkja að umfjöllunarefni greinarinnar – forliðurinn hálf –

Forliðurinn tengist aðallega neikvæðum misvægra andyrðasambanda (jákvæða orðið er ómerkt í andyrðasambandinu, neikvæða orðið er merkt) – Borgin er hálfóþrifaleg en við getum trauðla sagt Borgin er hálfþrifalega eða Kerlingin er hálfminnug en við getum sagt Kerlingin er hálfgleymin.

Jafnvæg andyrðasambönd er þegar leyfður er tvíhliða samanburður með andyrðum á hvorn veginn sem er –

Egill og Ari eru báðir gamlir, en Egill er yngri en Ari osfv.

Þetta getur útskýrt að hluta til hegðun forliðarins hálf – en Jón Hilmar lítur nú næst til sögulegrar þróunar forliðarins.

Í upphafi var notkun hans bundin deiliákvörðun en smám saman þróast hún og verður víðfeðmari – meira útí stigsákvörðun.

Ég tel ekki ástæðu til þess að fjara ítarlega í þá þróunarsögu – mörg hugtök koma fram við frekari lestur greinarinnar sem ég met sem svo að ég skuli ekki leggja sérstaklega á minnið öðruvísi en þannig að notkun forliða almennt verður manni ljósari og fjölbreytileikinn greinilegri.

Þar sem staða hálf hefur þróast úr því að vera nær eingöngu deiliákvörðun yfir í stigsákvörðun þó merkingin sé svipuð – þe að eitthvað er hálf eða næstum hálft – orðið sem kemur á eftir.

Fullnaðarákvæði er nokkuð sem svo segir til um að eitthvað sé algerlega fullkomlega – síðara orðið. Nýtt orð af þessum toga er alveg – en ekki finnast dæmi um það fyrr en á 18. öld. Önnur eru full- en það hefur einnig hlotið merkinguna of.

Hér læt ég staðar numið við þessa níðþungu en athyglisverðu grein – ég óttast að einhverjar hugsana – svo ekki sé minnst á hugtakavillur sé hér að finna, þetta var eiginlega svoldið svona erfitt yfirferðar – þó hálft væri.

Kveðja

Ingveldur

Um merkingu og hlutverk forliðarins hálf – Fyrri hluti

e. Jón Hilmar Jónsson

Í þessari grein er enn fjallað um merkingarfræði eins og þeirri á undan eftir Höskuld. Hér er umfjöllunarefnið forliðurinn hálfur, merking hans og hlutverk.

Hálfur merkir gjarnan að aðalorðið er uppfyllt að hálfu leyti hvort sem það orð er lýsingarorð eða sagnorð. Það kallast deiliákvörðun – deilt er í merkinguna með tveimur ef svo má segja.

Þetta liggur að sjálfsögðu nokkuð ljóst fyrir þar sem merking orðsins hálfs er næsta kunn á meðal allra – vafasamt að skilgreining þess geti verið jafn umdeilanlega og orðsins bolli hér á undan.

Hins vegar getur merkingin einnig verið þannig að hálfur merkir að eitthvað sé ekki alveg fullkomnað – þá kallast það stigsákvörðun.

Hús getur t.d. verið hálfbrunnið og þá er hlutverk hans deiliákvörðun en ef við segjum að einhver sé hálfsofandi þá sé hlutverkið stigsákvörðun.

Nokkuð hefur merkingin þróast úr því að vera mest deiliákvörðun yfir í það að vera æ meir stigsákvörðun.

Eftir að höfundur greinarinnar hefur gert grein fyrir þessum mun á merkingu forliðarins hálfs fer hann útí merkingarfræðilegar rannsóknir á því hvenær hálf – getur verið með lýsingarorðum og hverjum ekki.

Þessi lestur er allur hinn skemmtilegasti og gaman að sjá hve málið stjórnar því listilega hvað er hægt og hvað ekki – þó enginn munur sé á orðunum annar en merkingalegur – lýsingarorð eru jú alltaf lýsingarorð. Þessar pælingar leiða okkur svo að hinu undursamlega orði – andyrðasamböndum lýsingarorða.

Andyrðiasambönd gætu nú stundum verið kölluð andheiti en þetta er eilítið flóknara en svo – a.m.k. var farið sjóða vel í kollinum á mér og setning eins og ,,…að innbyrðis andstæða andyrða er ekki alltaf af sama tagi,” er vel til þess fallin að iðka gríðarlega hugarleikfimi og taka jafnvel eina eða tvær kollsteypur yfir eigin skilningsleysi.

En allt átti þetta nú eftir að skýrast.

Annars vegar eru andyrðasambönd eins og gamall – ungur, langur – stuttur. Þar sem annað orðið merkir að það er ekki hið síðara.

Við segjum að rúmið sé langt – þar með er vitað að það er ekki stutt en ef við segjum að rúmið sé ekki langt er ekki þar með sagt að það sé stutt.

Sú er hins vegar reyndin í hinum flokknum en orð í honum eru gjarnan óstigbreytanleg eða koma kjánalega út merkingarlega ef þau eru stigbreytt. Hér eru orð eins og dauður – lifandi. Ef við segjum að eitthvað sé ekki lifandi er það alveg klárlega dautt – og þar liggur einmitt munurinn á þessum tveimur andyrðasamböndum.