Góðan og blessaðan daginn
Það er nú meira stússið á mér þessa dagana. Hér á eftir fer því alsherjar afsökunarbeiðni á þeim slóðaskap sem ég sýni í þessu námskeiði.
Ég reyni hvað ég get að koma við lestri á greinum í nýja fína heftinu (sem er þó alltaf að verða eldra og eldra) en það er þrautin þyngri. Ég eyði óguðlega löngum tíma í nudd á hverjum degi og þar að auki er árshátíð innan óguðlega skamms tíma hér í skólanum.
Ég hafði nú vit á því að semja ekki leikrit heldur pantaði Fúsa froskagleypi og ákvað að taka brot úr honum héðan og þaðan. Niðurstaðan varð þó hin sama og undanfarin ár. Ég þurfti að endurskrifa allt verkið meira og minna svo það félli að nemendum mínum.
En nú er það komið í höfn.
Þá er bara eftir að æfa – eða þannig sko…..
Síðan er nú blessuð F1 um helgina og eitthað er ég komin útí þar en frá því segi ég nú engum.
Ég vona að ég komi einhverju frá mér um helgina og í næstu viku. Það er ekki vonum fyrr líklega.
Annars er ég bara ánægð með lífið og tilveruna, þó heldur rigni nú of mikið fyrir minn smekk á köflum – já og svo sakna ég bloggsins hennar Þórunnar ægilega mikið. Það er svo skemmtilegt aflestrar
kveðjur til ykkar allra lestrarhesta
Inga