Góðan daginn

Hér hefur nú aldeilis orðið hlé á – svo ekki sé meira sagt.

Ég vona að allt mitt blogg sé sjáanlegt þannig að ég geti fengið einhvers konar einkunn fyrir dýrðina.

Ég er nú ný sest við að glíma við verkefni Þórunnar frá því í tímanum góða – það hefur allt verið á öðrum endanum hjá mér undanfarið.

Formúlan farin af stað – wrooooooooooom og ég lenti í einhveru stússi í kringum það. Auk þess sem mér datt í hug að koma vöðvabólgunni úr mínum skrokki. Það virðist hins vegar vera þrautin þyngri og því fann ég upp á því að standa fyrir Jóganámskeiði hér í sveitinni – því mig vantaði ekkert annað en að eyða tveimur klukkustundum af tíma mínum í eitthvað annað en kennslu og nám.

Sumu fólki er ekki viðbjargandi og ég er svo sannarlega ein af þeim – það er áreiðanlegt.

Ég ætla að leggja svipaða vinnu í verkefnið og lagt er upp með í lýsingunni sem fylgdi ykkur/okkur í tímann. Vona að það verði ekki allt of lítið.

Bestu kveðjur og gangi ykkur sem best – eru ekki annars lokaritgerðir að hellast yfir ykkur? UMMMMMM það liggur við að ég öfundi ykkur,

Ingveldur

Færðu inn athugasemd