Sælt veri fólkið

Ég vissi að það gat ekki verið gott að snilldarbloggari eins og Þórunn sæti auðum höndum – vona að kennari vor fái mikinn skammt af sól næstu daga og vikur og þá er ég viss um að hagir hennar og okkar fari óðum batnandi.

Ég er byrjuð að lesa og fyrstu bloggpistlarnir mínir koma í kvöld – jibbí – vona ég.

Það er allt saman að verða vitlaust vegna anna í mínu litla lífi og ég sé ekki fram á að það fari minnkandi. Skil bara ekki hvernig mér tekst að koma mér í þetta alltaf hreint. Ég held þetta hljóti að stafa af einhverjum skapgerðarbresti – aha það lá að hugsa vafalaust ýmsir.

Ég kemst ekki suður næstu tvo daga eins þegar námsskeiðsfélagar mínir hittast til þess að spjalla saman. Ég verð bara að ræða málin við hana Hlíf vinkonu og svo hérna á blogginu. Ég hefði samt haft virkilega gaman af því að kynnast fólkinu aðeins og tengja saman nöfn og andlit. En svona er þetta – ég er bara á kafi – og finnst ég jafnvel vera að drukkna – en það er nú ekkert nýtt.

En óttist eigi – ég finn ávalt eitthvað til þess að hengja mig á í iðunni miðri og krafla mig þannig á land,

kærar kveðjur og njótið ykkar á fundunum

Ingveldur

Góðan og blessaðan daginn

Það er nú meira stússið á mér þessa dagana. Hér á eftir fer því alsherjar afsökunarbeiðni á þeim slóðaskap sem ég sýni í þessu námskeiði.

Ég reyni hvað ég get að koma við lestri á greinum í nýja fína heftinu (sem er þó alltaf að verða eldra og eldra) en það er þrautin þyngri. Ég eyði óguðlega löngum tíma í nudd á hverjum degi og þar að auki er árshátíð innan óguðlega skamms tíma hér í skólanum.

Ég hafði nú vit á því að semja ekki leikrit heldur pantaði Fúsa froskagleypi og ákvað að taka brot úr honum héðan og þaðan. Niðurstaðan varð þó hin sama og undanfarin ár. Ég þurfti að endurskrifa allt verkið meira og minna svo það félli að nemendum mínum.

En nú er það komið í höfn.

Þá er bara eftir að æfa – eða þannig sko…..

Síðan er nú blessuð F1 um helgina og eitthað er ég komin útí þar en frá því segi ég nú engum.

Ég vona að ég komi einhverju frá mér um helgina og í næstu viku. Það er ekki vonum fyrr líklega.

Annars er ég bara ánægð með lífið og tilveruna, þó heldur rigni nú of mikið fyrir minn smekk á köflum – já og svo sakna ég bloggsins hennar Þórunnar ægilega mikið. Það er svo skemmtilegt aflestrar

kveðjur til ykkar allra lestrarhesta

Inga

Góðan daginn

Hér hefur nú aldeilis orðið hlé á – svo ekki sé meira sagt.

Ég vona að allt mitt blogg sé sjáanlegt þannig að ég geti fengið einhvers konar einkunn fyrir dýrðina.

Ég er nú ný sest við að glíma við verkefni Þórunnar frá því í tímanum góða – það hefur allt verið á öðrum endanum hjá mér undanfarið.

Formúlan farin af stað – wrooooooooooom og ég lenti í einhveru stússi í kringum það. Auk þess sem mér datt í hug að koma vöðvabólgunni úr mínum skrokki. Það virðist hins vegar vera þrautin þyngri og því fann ég upp á því að standa fyrir Jóganámskeiði hér í sveitinni – því mig vantaði ekkert annað en að eyða tveimur klukkustundum af tíma mínum í eitthvað annað en kennslu og nám.

Sumu fólki er ekki viðbjargandi og ég er svo sannarlega ein af þeim – það er áreiðanlegt.

Ég ætla að leggja svipaða vinnu í verkefnið og lagt er upp með í lýsingunni sem fylgdi ykkur/okkur í tímann. Vona að það verði ekki allt of lítið.

Bestu kveðjur og gangi ykkur sem best – eru ekki annars lokaritgerðir að hellast yfir ykkur? UMMMMMM það liggur við að ég öfundi ykkur,

Ingveldur