Sælt veri fólkið
Ég vissi að það gat ekki verið gott að snilldarbloggari eins og Þórunn sæti auðum höndum – vona að kennari vor fái mikinn skammt af sól næstu daga og vikur og þá er ég viss um að hagir hennar og okkar fari óðum batnandi.
Ég er byrjuð að lesa og fyrstu bloggpistlarnir mínir koma í kvöld – jibbí – vona ég.
Það er allt saman að verða vitlaust vegna anna í mínu litla lífi og ég sé ekki fram á að það fari minnkandi. Skil bara ekki hvernig mér tekst að koma mér í þetta alltaf hreint. Ég held þetta hljóti að stafa af einhverjum skapgerðarbresti – aha það lá að hugsa vafalaust ýmsir.
Ég kemst ekki suður næstu tvo daga eins þegar námsskeiðsfélagar mínir hittast til þess að spjalla saman. Ég verð bara að ræða málin við hana Hlíf vinkonu og svo hérna á blogginu. Ég hefði samt haft virkilega gaman af því að kynnast fólkinu aðeins og tengja saman nöfn og andlit. En svona er þetta – ég er bara á kafi – og finnst ég jafnvel vera að drukkna – en það er nú ekkert nýtt.
En óttist eigi – ég finn ávalt eitthvað til þess að hengja mig á í iðunni miðri og krafla mig þannig á land,
kærar kveðjur og njótið ykkar á fundunum
Ingveldur