Áður en lesturinn hefst um viðtengingarhátt

Ég hlakka svolítið til að hefja lesturinn eftir hann Kristján einkum vegna þess að ég og viðtengingarhátturinn háðum svo skemmtilegan bardaga saman er lokaritgerðin mín var samnin, rituð og gerð fyrir tæpu ári síðan.

Þar sem ég er ekki sérlega akkúrat manneskja þá hafði nú gerð hennar vafist fyrir mér árum saman – eins og ýmislegt annað í Kennó, sérstaklega uxu mér tilvitnanir beinar og óbeinar í augum.

Þegar samning verksins hófst varð mér snemma ljóst að viðtengingarháttur er hrein snilld – þó ég hafi áður haft þá megin reglu í lífinu að nota hann sem minnst. En þegar maður skrifar heimildarritgerði og hefur óbeint eftir þá er hann betri en enginn. Hann gerir bæði stílinn og textann auðskiljanlegri. –Ef einhver skilur hvað ég er að fara þá á hann heiður skilinn eða á hann heiður skilið?

En nú ætla ég að lesa greinina áður en ég dembi mér í bridge-ið á eftir,

kveðja,

Færðu inn athugasemd