Handboltaverkur
Ég var að lesa dagbókina hennar Þórunnar – náttúrlega snarhætti að lesa nýjasta póstinn – vill ekki svindla varðandi Tunguna. Þar sá ég að hún var að kvarta undan handboltakastljósi – en ég bara get ekki fengið nóg af handbolta – nú sit ég og lýk við Tunguna og hugsa um Dag og Ólaf og hvað þeir séu sætir og góðir og að þeir verði nú að gera sitt besta…. Já svo er nú hann Sigfús sem ekki hefur alveg verið að finna sig og hornamennirnir voru jú ekkert sérstakir í gær – og….
Já sem sagt – á heldur erfitt með að einbeita mér vegna handboltaveirunnar – vildi helst horfa á eitthvað handboltatengt alla daga núna – horfði á Júggana tapa fyrir Þjóðverjum í dag – eftir að hafa verið með unninn leik – sigh…. Það virðist ekki vera neinn leikur að vinna þessa Þjóðverja.
En þetta var nú sem sagt bara smá púst – um handbota – kastljós – eða eitthvað. Ég ætla bara rétt að vona að við vinnum Spán – annars bara………
Hva það er ekkert annars….
afram með Tunguna,
og áfram Ísland
kveðja Ingveldur